Ingibjörg Jónsdóttir (rithöfundur)
Útlit
Ingibjörg Jónsdóttir (14. nóvember 1933 − 25. desember 1986) var íslenskur rithöfundur og þýðandi. Fyrstu bækur hennar voru ástarsögur en fljótlega fór hún einnig að skrifa myndskreyttar barnabækur. Músabörn í geimflugi sem kom út 1963 með myndum eftir Þórdísi Tryggvadóttur var gerð að söngleik árið eftir og var fyrsta leikritið sem Þjóðleikhúsið setti upp eftir íslenska konu. Eftir 1970 fékkst Ingibjörg að mestu við þýðingar á ástarsögum og spennusögum, meðal annars eftir Vivien Stuart og Edge-bækurnar eftir George G. Gilman. Hún þýddi fyrstu þrjátíu Ísfólksbækurnar eftir Margit Sandemo og söguna Gvendur bóndi á Svínafelli eftir J. R. R. Tolkien sem kom út 1979.