12. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
12. október er 285. dagur ársins (286. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 80 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1428 - Hundrað ára stríðið: Umsátrið um Orléans hófst.
- 1492 - Kristófer Kólumbus tók land á eyjunni San Salvador í Vestur-Indíum. Það markar upphafið að landvinningum Evrópubúa í Nýja heiminum.
- 1496 - Páll Jónsson sýslumaður á Skarði var drepinn á Öndverðareyri af Eiríki, syni Halldórs Ormssonar ábóta.
- 1581 - Á Patreksfirði var kveðinn upp dómur sem skyldaði alla Íslendinga til þess að eiga vopn. Kallaðist dómur þessi Vopnadómur en komst aldrei í framkvæmd nema á Vestfjörðum.
- 1609 - Vísan Þrjár blindar mýs eftir Thomas Ravenscroft kom út á prenti í London.
- 1617 - Gústaf Adolf 2. var krýndur konungur Svíþjóðar í Uppsölum.
- 1654 - Sprengingin í Delft í Hollandi eyðilagði stóran hluta borgarinnar.
- 1659 - Enska Afgangsþingið sagði John Lambert og öðrum herforingjum upp störfum.
- 1678 - Dómarinn Edmund Berry Godfrey fannst myrtur á Primrose Hill í London. Litið var á það sem staðfestingu á Páfasamsærinu.
- 1683 - Á Hvalfjarðarströnd fannst böðullinn Sigurður Snorrason látinn í læk og var bóndinn Jón Hreggviðsson skömmu síðar dæmdur fyrir að hafa myrt hann.
- 1869 - Valborg, 63 lesta briggskip, strandaði á Vatnsnesi í Húnaþingi. Það fórst í stormi sem síðar var kenndur við skipið og kallaður Valborgarbylurinn eða Valborgarveðrið. 3 fórust, en 4 skipverjar komust lífs af.
- 1905 - Verzlunarskóli Íslands settur í fyrsta sinn.
- 1918 - Kötlugos hófst og stóð til 4. nóvember. Fylgdi því mikið jökulhlaup á Mýrdalssandi og myndaðist Kötlutangi í kjölfar þess.
- 1926 - Verkfalli breskra kolanámumanna lauk.
- 1926 - Antonín Švehla tók við af Jan Černý sem forsætisráðherra Tékkóslóvakíu.
- 1929 - Borgin Coyhaique í Chile var stofnuð, en hét þá Baquedano.
- 1946 - Áætlunarflug hófst frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á vegum Loftleiða.
- 1949 - Óshlíðarvegur var opnaður á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Fyrstu bifreið um veginn ók Sigurður Bjarnason alþingismaður en farþegar hans voru Hannibal Valdimarsson og Einar Guðfinnsson meðal annarra.
- 1951 - Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur var stofnuð.
- 1956 - Körfuknattleiksdeild KR var stofnuð.
- 1956 - Körfuknattleiksdeild Tindastóls var stofnuð.
- 1962 - Kvikmyndin 79 af stöðinni eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar var frumsýnd í Reykjavík.
- 1968 - Miðbaugs-Gínea fékk sjálfstæði frá Spáni.
- 1968 - Sumarólympíuleikar settir í Mexíkóborg.
- 1973 - Jóhann Hafstein sagði af sér formennsku í Sjálfstæðisflokknum vegna heilsubrests og Geir Hallgrímsson, varaformaður, tók við.
- 1983 - Fyrrum forsætisráðherra Japan Kakuei Tanaka var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir mútuþægni.
- 1984 - Brighton-hóteltilræðið: 5 létust og 11 særðust þegar meðlimir Írska lýðveldishersins reyndu að myrða Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands.
- 1985 - 22 punda vatnableikja, 88 sentimetra löng, veiddist í Skorradalsvatni og var þetta stærsta bleikja sem veiðst hafði á Íslandi.
- 1986 - Elísabet 2. og Filippus prins fóru í opinbera heimsókn til Kína.
- 1988 - Blóðbaðið í Birchandra Manu: Yfir 13 stuðningsmenn Kommúnistaflokks Indlands (marxistanna) voru drepnir af stuðningsmönnum Kongressflokksins.
- 1991 - Vélbáturinn Jóhannes Gunnar GK fórst við Reykjanes. Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason frá Grindavík bjargaði tveggja manna áhöfn úr gúmmíbjörgunarbáti. Báðir skipverjar voru kaldir og þrekaðir auk þess sem annar var með áverka á brjóstholi. Áhöfn Odds V. Gíslasonar var heiðruð fyrir björgunina.
- 1991 - Askar Akajev var skipaður forseti Kirgistan.
- 1992 - Jarðskjálfti reið yfir Kaíró í Egyptalandi með þeim afleiðingum að 543 fórust.
- 1994 - NASA missti samband við geimfarið Magellan þegar það fór inn í andrúmsloft Venusar.
- 1995 - Sænska kvöldblaðið Expressen sagði frá því að Mona Sahlin, fyrrum atvinnumálaráðherra, hefði notað greiðslukort ríkisins til að greiða fyrir einkaneyslu.
- 1997 - 43 voru myrtir í Sidi Daoud-fjöldamorðunum í Alsír.
- 1998 - Íslenska heimildarmyndin Popp í Reykjavík var frumsýnd.
- 1999 - Hópur pakistanskra herforingja undir stjórn Pervez Musharraf framdi valdarán og steypti Nawaz Sharif af stóli.
- 2000 - Tveir sjálfsmorðssprengjumenn á vegum Al-Kaída ollu dauða 17 áhafnarmeðlima bandaríska herskipsins USS Cole í Aden í Jemen.
- 2002 - Liðsmenn Jemaah Islamiyah stóðu fyrir sprengjutilræðum við tvo næturklúbba í Kuta á Balí með þeim afleiðingum að 202 létust.
- 2003 - Myndvinnsluhugbúnaðurinn Hugin kom fyrst út.
- 2003 - Michael Schumacher sló met Juan Manuel Fangio þegar hann sigraði Formúlu 1-kappaksturinn í sjötta sinn.
- 2006 - Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels.
- 2010 - Alþingi kaus saksóknara til að fara með mál á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi.
- 2014 - Nagoya-bókunin við samning Sþ um líffræðilega fjölbreytni tók gildi.
- 2017 - Bandaríkin og Ísrael tilkynntu að þau hygðust hætta þátttöku í UNESCO.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1537 - Játvarður 6. Englandskonungur (d. 1553).
- 1558 - Maximilían 3. erkihertogi af Austurríki (d.1618).
- 1785 - Grímur Jónsson, amtmaður norðan og vestan (d. 1849).
- 1798 - Pedro 1. Brasilíukeisari (d. 1834).
- 1799 - Hannes Stephensen, íslenskur prestur og alþingismaður (d. 1856).
- 1864 - Guðmundur Björnsson, landlæknir Íslands (d. 1937).
- 1865 - Stefán Th. Jónsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði (d. 1937).
- 1866 - Ramsay MacDonald, forsætisráðherra Bretlands (d. 1937).
- 1891 - Edith Stein, þýskur heimspekingur (d. 1942).
- 1893 - Páll Ísólfsson, íslenskt tónskáld (d. 1974).
- 1896 - Eugenio Montale, ítalskt skáld (d. 1981).
- 1929 - Magnús Magnússon, íslensk-skoskur sjónvarpskynnir (d. 2007).
- 1935 - Luciano Pavarotti, ítalskur óperusöngvari (d. 2007).
- 1944 - Kuniya Daini, japanskur knattspyrnumaður.
- 1947 - Guðmundur Ólafsson, íslenskur hagfræðingur.
- 1966 - Hanna Birna Kristjánsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Martie Maguire, bandarískur tónlistarmaður.
- 1969 - Željko Milinovič, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Cody Cameron, bandarískur leikstjóri.
- 1977 - Ólafur Egill Egilsson, íslenskur leikari.
- 1981 - Indriði Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Alex Brosque, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Josh Hutcherson, bandarískur leikari.
- 1993 - Adolf Smári Unnarsson, íslenskur rithöfundur.
- 1998 - Anton Karl Kristensen, íslenskur leikstjóri.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 638 - Honóríus páfi.
- 642 - Jóhannes 4. páfi.
- 1320 - Mikael 9. Palaíológos, keisari í Býsans (f. 1277).
- 1328 - Klementía af Ungverjalandi, Frakklandsdrottning (f. 1293).
- 1496 - Páll Jónsson, íslenskur sýslumaður (f. um 1445).
- 1576 - Maxímilían 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1527).
- 1646 - François de Bassompierre, franskur hirðmaður (f. 1579).
- 1730 - Friðrik 4. Danakonungur (f. 1671).
- 1870 - Robert E. Lee, bandarískur herforingi (f. 1807).
- 1896 - C. E. Frijs, danskur forsætisráðherra (f. 1817).
- 1915 - Edith Cavell, ensk hjúkrunarkona (f. 1865)
- 1924 - Anatole France, franskur rithöfundur (f. 1844).
- 1953 - Hjalmar Hammarskjöld, sænskur stjórnmálamaður (f. 1862).
- 1961 - Eugene Bullard, bandarískur orrustuflugmaður (f. 1895).
- 1980 - Guðrún Stefánsdóttir, íslenskt skáld (f. 1893).
- 1991 - Gregory Vlastos, fornaldarheimspekingur (f. 1907).
- 1998 - Ásta B. Þorsteinsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1945).
- 1998 - Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú (f. 1934).
- 2006 - Wendell Clausen, bandarískur fornfræðingur (f. 1923).
- 2011 - Dennis Ritchie, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1941).
- 2011 - Hidemaro Watanabe, japanskur knattspyrnumaður (f. 1924).