Aden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hús í gömlu borginni í Aden.

Aden er hafnarborg í Jemen. Borgin stendur á eiði við Adenflóa um 70 km austan við Bab-el-Mandeb þar sem siglt er inn í Rauðahafið. Íbúar eru um 800 þúsund. Höfnin í Aden er gígur kulnaðs eldfjalls. Bretar lögðu borgina undir sig árið 1839 þar sem hún var mikilvæg bækistöð á sjóleiðinni til Indlands. Borgin var undir stjórn Breska Indlands til 1937 þegar hún varð höfuðborg Adennýlendunnar. Adenkreppan hófst með uppreisn gegn bresku nýlenduherrunum árið 1963. Nýlendan varð sjálfstæð sem Alþýðulýðveldið Suður-Jemen árið 1967 með Aden sem höfuðborg. Þegar Suður-Jemen sameinaðist Norður-Jemen árið 1990 varð Aden höfuðstaður Adenumdæmis.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.