Fara í innihald

Óshlíðarvegur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óshlíðarvegur var vegur á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, sem var oft varasamur í hálku eða á vetrum. Sífelld hætta var á grjóthruni allan ársins hring og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Óshlíðarvegur var opnaður 1949 og fyrstu bifreið um veginn keyrði Sigurður Bjarnason alþingismaður en farþegar hans voru Hannibal Valdimarsson og Einar Guðfinnsson meðal annarra. Óshlíðarvegur var einn af Ó-vegum á Íslandi. Óshlíðarvegur hefur nú verið aflagður og vegatenging milli Hnífsdals og Bolungarvíkur er í gegnum Bolungarvíkurgöng .

Mörg slys hafa orðið á Óshlíðarveginum. Þann 8. júlí 1951 biðu tveir íþróttamenn bana og aðrir tveir slösuðust mikið er bjarg lenti á 30 manna rútu sem þeir voru í.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tveir ungir Akureyringar bíða bana á Óshlíðarvegi, Morgunblaðið, 10. júlí 1951, bls. 1

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.