Verzlunarskóli Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Verzlunarskóli Íslands
Einkunnarorð Hæfni, ábyrgð, virðing, vellíðan
Stofnaður 1905
Tegund Einkaskóli
Skólastjóri Ingi Ólafsson
Nemendur 1.200 +
Nemendafélag NFVÍ
Staðsetning Ofanleiti 1
103 Reykjavík
Ísland
Gælunöfn Verzló, Versló
Gælunöfn nemenda Verzlingar
Heimasíða www.verslo.is
Nemendafélag

Verzlunarskóli Íslands (eða Verzló eins og hann er oft kallaður) er framhaldsskóli til þriggja ára staðsettur í Reykjavík. Skólinn var fyrst settur þann 12. október 1905 og tók til starfa um haustið sama ár. Á fyrsta starfsári hans voru nemendur 66, en telja nú á þrettánda hundrað. Hermesarstafurinn er tákn Verzlunarskóla Íslands en Hermes er guð verslunar í grískri goðafræði.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Skólinn var stofnaður af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og Kaupmannafélagi Reykjavíkur. Sumarið 1922 tók Verslunarráð Íslands að sér umsjón skólans, og hefur hann síðan verið undir yfirstjórn þess.

Skólinn útskrifaði fyrst stúdenta árið 1945, en stúdentsnámið tók þá sem lokið höfðu verslunarprófi tvö ár. Skólinn var í sex bekkjum árin 1944-1970, en árið 1971 voru tveir neðstu bekkirnir felldir niður og nemendur í staðinn teknir inn í skólann með landspróf eða gagnfræðapróf, og eftir árið 1974 samræmt grunnskólapróf.

Aðstaða skólans[breyta | breyta frumkóða]

Skólinn hefur starfað á sex stöðum í Reykjavík:

Skólastjórar Verzlunarskóla Íslands[breyta | breyta frumkóða]

 • 1905-1915: Ólafur G. Eyjólfsson
 • 1915-1917: Jón Sívertsen
 • 1917-1918: Helgi Jónsson
 • 1918-1931: Jón Sívertsen
 • 1931-1953: Vilhjálmur Þ. Gíslason
 • 1953-1979: Dr. Jón Gíslason
 • 1979-1990: Þorvarður Elíasson
 • 1990-1991: Valdimar Hergeirsson
 • 1991-2005: Þorvarður Elíasson
 • 2005-2007: Sölvi Sveinsson
 • 2007 til dagsins í dag: Ingi Ólafsson

Félagslíf[breyta | breyta frumkóða]

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands (NFVÍ) starfrækir hátt í 50 nefndir og hundruðir nemenda í ýmsum klúbbum og nefndum við skólann og í stjórn nemendafélagsins. NFVÍ er stærsta nemendafélag á landinu.

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

NFVÍ gefur meðal annars út skólablaðið Viljann sem kom fyrst út +arið 1908 og árbókina sína, Verzlunarskólablaðið.

Verzlunarskólablaðið kemur út einu sinni á ári og telur nú 83 árganga. Blaðið hefur undanfarin ár verið í formi harðspjalda bókar og nær hátt í 300 blaðsíður. Blaðið er eins konar árbók félagslífsins í Verzlunarskólanum og leitast við að draga upp mynd af starfi félagsins hverju sinni.

Auk þess gefur félagið út blöðin Örkin og Kvasir. Örkin er ný útgáfa af gamla slúðurblaðinu Harmónía, sem fór aldrei í prent á skólaárinu 2012-2013 vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Örkin er hins vegar útgáfa sem leggur áherslu á íþróttir, tísku og heilsu. Kvasir er slúðurblað Verzlinga. Þar birtist allt helsta slúður um Verzlinga ásamt ýmsu skemmtiefni. Núna er Kvasir gefinn út við ýmis tilefni. Hefð var fyrir því að Kvasir gáfu út blað einu sinni á ári, nánar tiltekið á MR-VÍ daginn, með Loka Laufeyjarsyni, tímariti Framtíðarinnar. Skólaárið 2016-2017 var þó aðeins hrist upp í hlutunum og Skemmtinefnd, ásamt Verzlunarskólablaðinu gáfu út hið alræmda Skemmtunarskólablað.

NEMÓ[breyta | breyta frumkóða]

Árlega er haldið nemendamót, Nemó, sem er gjarna talið hápunktur ársins af nemendum og starfsfólki. Söngleikir Verzlunarskólans sem vakið hafa mikla athygli í gegnum árin, eru frumfluttir á þessu nemendamóti, sem haldið er í febrúar á hverju ári. Skapast hefur sú hefð að nemendur hittist að morgni til í morgunverðarteiti heima hjá einum í bekknum, fara svo á frumsýningu nemendamótssýningarinnar, og haldi svo á nemendamótsdansleikinn um kvöldið. Dansleikurinn hefur undanfarin ár verið stærsti dansleikur allra menntaskóla á landinu og mæta nemendur úr mörgum mismunandi skólum á hann.

Nemósöngleikurinn[breyta | breyta frumkóða]

Söngleikirnir sem nemendamótsnefndin setur upp eru stærstu söngleikir sem eru settir upp af menntaskólum á landinu og má líkja þeim við atvinnusýningar. Um 30 manns eru í sviðslistarhópnum sem leikarar og dansarar. Tugir nemenda eru svo í hinum ýmsu nefndum, þar á meðal sviðsmyndanefnd, sýningastjórar, tæknimenn, búninganefnd, markaðsnefnd og markaðssetninganefnd, svo eitthvað sé nefnt. Nemendamótsnefnd ræður alltaf atvinnumenn sem listræna stjórnendur sýningarinnar og vinsæl nöfn úr leikarageiranum hafa fengið að láta ljós sitt skína þar. Mikil leynd er yfir því hverja nemendamótsnefndin ætlar að ráða sem listræna stjórnendur og hvaða sýningu þau hafa valið fram í október, þegar það er tilkynnt við athöfn í Bláa sal, hátíðarsal skólans.

Nemendamótssýningar síðustu ára
Ár Formaður Söngleikur Leikstjóri
2011 - 2012 Unnur Eggertsdóttir Bugsy Malone Gunnar Helgason
2012 - 2013 Mímir Hafliðason V.Í. Will Rock You Björk Jakobsdóttir
2013 - 2014 Pétur Geir Magnússon Með allt á hreinu Bjartmar Þórðarson
2014 - 2015 Vaka Vigfúsdóttir Saturday Night Fever Þorvaldur Davíð Kristjánsson
2015 - 2016 Kristján Þór Sigurðsson Moulin Rouge Björk Jakobsdóttir
2016 - 2017 Karólína Ólafsdóttir Fútlúsz Stefán Hallur Stefánsson
2017 - 2018 Máni Huginsson Framleiðendurnir Vala Kristín Eiríksdóttir

Listó[breyta | breyta frumkóða]

Listafélag Verzlunarskólans, eða Listó, sér um listatengda viðburði fyrir nemendafélagið. Listó setur einnig upp hið vinsæla Listóleikrit sem hefur alltaf verið sýnt í Bláa sal, hátíðarsal Verzlunarskólans. Listóleikritið hefur stækkað ört og náði hámarki sínu árið 2016 þegar það kom út í hagnaði í fyrsta sinn í 12 ár. Eins og hjá nemendamótinu sér listafélagið (nefnd) um skipulag leikritisins og ræður til sín atvinnuleikstjóra.

Málfó[breyta | breyta frumkóða]

Upprunalega var nemendafélag Verzlunarskólans bara málfundarfélag en með tímanum hefur það stækkað og Málfundarfélagið er nú aðeins partur af nemendafélaginu. Málfundafélagið, eða Málfó eins og það er kallað, sér m.a. um VÍ-mr daginn, MORFÍS og Gettu Betur fyrir hönd NFVÍ og sér um sölu á Verzlópeysunum

VÍ-mr dagurinn[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu vikuna í október ár hvert er haldinn svokallaður VÍ-mr dagur, en hann er haldinn til að viðhalda vinalegum ríg á milli Verzlunarskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Keppt er í hinum ýmsu þrautum í Hljómskálagarðinum að degi til, svo sem í kappáti, reipitogi, langhlaupi, skák, rappkeppni, sjómanni og mörgu fleiru. Dagurinn endar svo í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands, Bláa sal, með ræðukeppni á milli ræðuliða skólanna tveggja.

MORFÍS[breyta | breyta frumkóða]

Skólanum hefur gengið vel í keppnum sem háðar hafa verið á milli framhaldsskóla landsins, þá einkum MORFÍS. Keppnin var fyrst haldin árið 1985 og hefur allt í allt verið haldin 21 sinni. Á þessu tímabili hefur Verzlunarskóli Íslands unnið hana 12 sinnum. Verzló komst í úrslit MORFÍS árið 2017 en Flensborgarskólinn í Hafnafirði bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Verzló hafi fengið fleiri stig og átt ræðumann kvöldsins. Ræðumaður kvöldsins þann dag og jafnframt ræðumaður Íslands var Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir.

Aðalgrein, Listi yfir úrslit MORFÍS

Gettu Betur[breyta | breyta frumkóða]

Skólinn hefur aðeins einu sinni unnið Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þrátt fyrir að hafa komist 6 sinnum í úrslit, en það var árið 2004 er þeir sigruðu Borgarholtsskóla í bráðabana úrslitaviðureignarinnar. Lið skólans skipuðu þeir Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, Steinar Örn Jónsson og Björn Bragi Arnarson. Lið skólans árið 2005-2006 komst í úrslit Gettu Betur þar sem þeir biðu lægri hlut gegn Menntaskólanum á Akureyri, eftir að hafa slegið út lið Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands með auðveldum hætti.

Nokkrir þekktir einstaklingar sem gengu í Verzlunarskóla Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

„Félagslíf“, skoðað þann 22. desember 2005.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrri:
Menntaskólinn í Reykjavík
Sigurvegari Gettu betur
2004
Næsti:
Borgarholtsskóli