Vopn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vopn.

Vopn eru verkfæri notuð til að særa eða drepa með í hernaði eða til veiða. Sérstök vopn eru einnig notuð eingöngu til skemmtunar og við íþróttaiðkun án þess að markmiðið sé að meiða nokkurn með þeim. Handvopn eru smæstu vopnin og þeim getur fullorðinn maður haldið á og beitt án stuðnings. Elstu gerðir vopna eru höggvopn, og frumstæð lagvopn, en síðar komu eggvopn, þ.e. hnífar og sverð, sem notuð eru til að skera með eða til að stinga. Skotvopn skjóta byssukúlum úr málmum (oft blýi) á miklum hraða að skotmarki. Í skylmingum eru notuð keppnissverð, en í skotfimi eru notaðir markrifflar eða -skammbyssur.

Í hernaði er vopnum beitt til árása eða varnar og tilað ógna, fæla eða lítilsvirða óvin og valda tjóni á eða eyðileggja mannvirki hans. Tæknilega séð getur hvað tól sem er, jafn vel sálfræðilegar aðferðir, orðið að vopni og vopn geta verði einföld að gerð eins og kylfa eða flókin eins og flugmóðurskip. Efna- og sýklavopn eru öflug sé þeim beitt í hernaði, en hafa lítið verið notuð á seinni árum vegna siðferðilegra vandamála við notkun þeirra. Öflugustu vopnin eru kjarnorkuvopn, ekki síst vegna mikils fælingarmáttar.

Helstu gerðir vopna[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.