Patreksfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Patreksfjörður

Patreksfjörður (Einnig nefnt Patró í talmáli) er þorp í Vesturbyggð við samnefndan fjörð sem er syðstur Vestfjarða. Aðalatvinnugreinar eru sjávarútvegur, fiskvinnsla og þjónusta.

Fjörðurinn heitir eftir heilögum Patreki, verndardýrlingi Írlands. Landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson sem var frá Suðureyjum hét á hann og nefndi fjörðinn eftir honum.

Áður var verslunarstaðurinn á Vatneyri, sem er lág eyri þar sem eitt sinn var stöðuvatn eða sjávarlón. Lónið var grafið út árið 1946 og Patrekshöfn gerð þar. Núverandi byggð er hins vegar að mestu leyti á Geirseyri og var byggðin stundum kölluð Eyrarnar í fleirtölu. Vatneyri/Geirseyri var verslunarhöfn á tímum einokunarverslunarinnar. Vísir að þorpi tók að myndast með fyrstu þurrabúðunum þar um miðja 19. öld. Heilagur Patrekur var verndardýrlingur Írlands sem var áfrjáður dýrlingur

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.