Nagoya-bókunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nagoya-bókuninni um aðgang að erfðaauðlindum og sanngjarna og réttláta skiptingu hagnaðar af nýtingu þeirra við samninginn um líffræðilega fjölbreytni er viðbótarsamþykkt frá 2010 við Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni frá 1992. Nagoya-bókunin gengur út á nánari útfærslu markmiða samningsins með því að leggja ákveðnar skyldur á herðar samningsaðila, meðal annars að byggja upp stjórnsýslu í kringum aðgang og réttláta skiptingu erfðaauðlinda.

Bókunin var gerð í Nagoya í Japan 29. október 2010 og tók gildi 12. október 2014. Í september 2016 höfðu 92 ríki undirritað bókunina og 85 fullgilt hana. Ísland hefur ekki undirritað bókunina.

Margir náttúruvísindamenn hafa lýst áhyggjum af því að Nagoya-bókunin flæki regluverk í kringum söfnun og skipti á erfðaefni lífvera til rannsókna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.