Adolf Smári Unnarsson
Adolf Smári Unnarsson (f. 12. október 1993) er íslenskur rithöfundur, leikskáld og leikstjóri. Hann útskrifaðist frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2019 og lauk námi í leikstjórn frá DAMU, leiklistardeild listaakademíunnar í Prag árið 2022.[1]
Listrænn ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikstjórn
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta leikstjóraverkefni Adolfs Smára eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands var samtímaóperan Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson. Óperan, sem var frumsýnd í Tjarnarbíói, hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk m.a. fjórar og hálfa stjörnu í Fréttablaðinu.[2] Sýningin var síðan tilnefnd til sjö Grímuverðlauna, þ.á.m. sem sýning ársins, leikstjóri ársins og tónlist ársins.[3] Árið 2022 var sýningin sýnd við hið sögufrægra pólska leikhús Gdański Teatr Szekspirowski. Árið 2022 leikstýrði hann Kočka na kolejích eftir Josef Topol í DISK leikhúsinu í Prag.
Leikritun
[breyta | breyta frumkóða]Á lokaári sínu við Listaháskóla Íslands skrifaði Adolf Smári leikritið Takk fyrir mig fyrir íslensk leikaraefni sem voru að útskriftast útskrifast úr CISPA, Alþjóðlega sviðlistaskólanum í Kaupmannahöfn. Verkið var frumsýnt í Iðnó undir leikstjórn Matthíasar Tryggva Haraldssonar. Grunnþema sýningarinnar var innihaldsleysi í samskiptum fólks, hjarðhegðun og tilefnislaus upphafning á eigin ágæti.[4]Sama ár skrifaði hann Kæru vinir, útskriftarverk sitt úr Listaháskóla Íslands. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói vorið 2019.[5]
Árið 2020 skrifaði hann textann við óperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson. Sýning var tilnefnd til sjö Grímuverðlauna árið 2021 þ.á m sem Sýning ársins. Hún hlaut á endanum tvenn verðlaun: Friðrik Margrétar Guðmundsson fyrir Tónlist ársins, og María Sól Ingólfsdóttir sem Söngkona ársins. [6]
Árið 2021 skrifaði hann útvarpsleikritið Annar dagur til að lifa af fyrir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins, leikstjóri var Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Árið 2022 var leikritið Nokkur augnablik um nótt frumsýnt í Þjóðleikhúsinu, í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar.
Prósi
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2017 gaf Benedikt Bókaútgáfa út hans fyrstu skáldsögu, Um lífsspeki Abba og Tolteka (Eða líf mitt sem Olof Palme). Verkið skiptist í fimm hluta sem allir fylgja söguhetjunni D., sem segir frá sjálfum sér og vinum sínum. Söguefnið er tilhugalíf söguhetjunnar og vina hans sem hefst í menntaskóla, ástir þeirra og sorgir, draumar og þrár, og hvernig þeir reyna að fóta sig í lífinu eftir menntaskóla. Mikið fjör og frásagnargleði einkennir bókina og er frásögnin þéttofin vísunum í aðra texta, aðallega íslenska og erlenda popplagatexta en einnig í íslenska kanónuhöfunda eins og Þórberg Þórðarson og Sigurð Pálsson.[7]
Árið 2022 kemur hans önnur skáldsaga, Auðlesin, út hjá Forlaginu.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]- Auðlesin. Forlagið. Reykjavík 2022
- Um lífsspeki Abba og Tolteka (Eða líf mitt sem Olof Palme). Benedikt Bókaútgáfa. Reykjavík 2017.
Ljóð
[breyta | breyta frumkóða]- Wifi - ljóðin. Lús. Reykjavík 2014.
Önnur bókverk
[breyta | breyta frumkóða]- Bréf frá Bergstaðastræti 57. Lús. Reykjavík 2018. (Ásamt Brynhildi Karlsdóttir)
Leikrit
[breyta | breyta frumkóða]- Nokkur augnablik um nótt (Þjóðleikhúsið, 2022)
- Annar dagur til að lifa af (Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins, 2021)
- Ekkert er sorglegra en manneskjan (Tjarnarbíó, 2020)
- Takk fyrir mig (Iðnó, 2019.)
- Kæru vinir (Tjarnarbíó, 2019.)
Leikstjórn
[breyta | breyta frumkóða]- Kočka na kolejích eftir Josef Topol (Divadlo Disk, 2022.)
- Zrada (Betrayal) eftir Harold Pinter (Divadlo Disk, 2021)[8]
- Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Magrétar-Guðmundsson (Tjarnarbíó, 2020)
- Kæru vinir eftir Adolf Smára Unnarsson (Tjarnarbíó, 2019)
Verðlaun og viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]- 2021: Tilnefndur sem leikstjóri ársins á Grímuverðlaununum fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan.
- 2021: Tilnefndur fyrir Sýningu ársins Grímuverðlaununum fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan.
- 2021: Tilnefndur sem Sproti ársins á Grímuverðlaununum fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Adolf Smári“. Adolf Smári (bandarísk enska). Sótt 13. mars 2021.
- ↑ „Hvað er það sem allir vilja?“. www.frettabladid.is. Sótt 15. apríl 2021.
- ↑ „Þau eru tilnefnd til Grímunnar í ár“. RÚV. 8. júní 2021. Sótt 15. júní 2021.
- ↑ „Hvað nú?“. www.mbl.is. Sótt 7. júlí 2022.
- ↑ „Dear Friends“. Adolf Smári Unnarsson (bandarísk enska). Sótt 7. júlí 2022.
- ↑ „Úrslit Grímunnar 2021 – Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks“. www.fil.is. Sótt 7. júlí 2022.
- ↑ „Um lífsspeki ABBA og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme)“. Bókmenntaborgin - Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. 6. desember 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2020. Sótt 7. júlí 2022.
- ↑ „Zrada | divadlodisk.cz“. www.divadlodisk.cz. Sótt 15. febrúar 2022.