Fara í innihald

Adolf Smári Unnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Adolf Smári Unnarsson (f. 12. október 1993) er íslenskur rithöfundur, leikskáld og leikstjóri. Hann útskrifaðist frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2019 og lauk námi í leikstjórn frá DAMU, leiklistardeild listaakademíunnar í Prag árið 2022.[1]

Listrænn ferill

[breyta | breyta frumkóða]

Leikstjórn

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta leikstjóraverkefni Adolfs Smára eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands var samtímaóperan Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson. Óperan, sem var frumsýnd í Tjarnarbíói, hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk m.a. fjórar og hálfa stjörnu í Fréttablaðinu.[2] Sýningin var síðan tilnefnd til sjö Grímuverðlauna, þ.á.m. sem sýning ársins, leikstjóri ársins og tónlist ársins.[3] Árið 2022 var sýningin sýnd við hið sögufrægra pólska leikhús Gdański Teatr Szekspirowski. Árið 2022 leikstýrði hann Kočka na kolejích eftir Josef Topol í DISK leikhúsinu í Prag.

Á lokaári sínu við Listaháskóla Íslands skrifaði Adolf Smári leikritið Takk fyrir mig fyrir íslensk leikaraefni sem voru að útskriftast útskrifast úr CISPA, Alþjóðlega sviðlistaskólanum í Kaupmannahöfn. Verkið var frumsýnt í Iðnó undir leikstjórn Matthíasar Tryggva Haraldssonar. Grunnþema sýningarinnar var innihaldsleysi í samskiptum fólks, hjarðhegðun og tilefnislaus upphafning á eigin ágæti.[4]Sama ár skrifaði hann Kæru vinir, útskriftarverk sitt úr Listaháskóla Íslands. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói vorið 2019.[5]

Árið 2020 skrifaði hann textann við óperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson. Sýning var tilnefnd til sjö Grímuverðlauna árið 2021 þ.á m sem Sýning ársins. Hún hlaut á endanum tvenn verðlaun: Friðrik Margrétar Guðmundsson fyrir Tónlist ársins, og María Sól Ingólfsdóttir sem Söngkona ársins. [6]

Árið 2021 skrifaði hann útvarpsleikritið Annar dagur til að lifa af fyrir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins, leikstjóri var Gréta Kristín Ómarsdóttir.

Árið 2022 var leikritið Nokkur augnablik um nótt frumsýnt í Þjóðleikhúsinu, í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar.

Árið 2017 gaf Benedikt Bókaútgáfa út hans fyrstu skáldsögu, Um lífsspeki Abba og Tolteka (Eða líf mitt sem Olof Palme). Verkið skiptist í fimm hluta sem allir fylgja söguhetjunni D., sem segir frá sjálfum sér og vinum sínum. Söguefnið er tilhugalíf söguhetjunnar og vina hans sem hefst í menntaskóla, ástir þeirra og sorgir, draumar og þrár, og hvernig þeir reyna að fóta sig í lífinu eftir menntaskóla. Mikið fjör og frásagnargleði einkennir bókina og er frásögnin þéttofin vísunum í aðra texta, aðallega íslenska og erlenda popplagatexta en einnig í íslenska kanónuhöfunda eins og Þórberg Þórðarson og Sigurð Pálsson.[7]

Árið 2022 kemur hans önnur skáldsaga, Auðlesin, út hjá Forlaginu.

Skáldsögur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Auðlesin. Forlagið. Reykjavík 2022
  • Um lífsspeki Abba og Tolteka (Eða líf mitt sem Olof Palme). Benedikt Bókaútgáfa. Reykjavík 2017.
  • Wifi - ljóðin. Lús. Reykjavík 2014.

Önnur bókverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bréf frá Bergstaðastræti 57. Lús. Reykjavík 2018. (Ásamt Brynhildi Karlsdóttir)
  • Nokkur augnablik um nótt (Þjóðleikhúsið, 2022)
  • Annar dagur til að lifa af (Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins, 2021)
  • Ekkert er sorglegra en manneskjan (Tjarnarbíó, 2020)
  • Takk fyrir mig (Iðnó, 2019.)
  • Kæru vinir (Tjarnarbíó, 2019.)

Leikstjórn

[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2021: Tilnefndur sem leikstjóri ársins á Grímuverðlaununum fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan.
  • 2021: Tilnefndur fyrir Sýningu ársins Grímuverðlaununum fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan.
  • 2021: Tilnefndur sem Sproti ársins á Grímuverðlaununum fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]


  1. „Adolf Smári“. Adolf Smári (bandarísk enska). Sótt 13. mars 2021.
  2. „Hvað er það sem allir vilja?“. www.frettabladid.is. Sótt 15. apríl 2021.
  3. „Þau eru tilnefnd til Grímunnar í ár“. RÚV. 8. júní 2021. Sótt 15. júní 2021.
  4. „Hvað nú?“. www.mbl.is. Sótt 7. júlí 2022.
  5. „Dear Friends“. Adolf Smári Unnarsson (bandarísk enska). Sótt 7. júlí 2022.
  6. „Úrslit Grímunnar 2021 – Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks“. www.fil.is. Sótt 7. júlí 2022.
  7. „Um lífsspeki ABBA og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme)“. Bókmenntaborgin - Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. 6. desember 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2020. Sótt 7. júlí 2022.
  8. „Zrada | divadlodisk.cz“. www.divadlodisk.cz. Sótt 15. febrúar 2022.