Fara í innihald

Vestfirðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestfirðir
Hnit: 65°44′15″N 22°10′14″V / 65.73750°N 22.17056°V / 65.73750; -22.17056
LandÍsland
KjördæmiNorðvestur
Stærsti bærÍsafjörður
Sveitarfélög8
Flatarmál
 • Samtals8.842 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals7.168
 • Þéttleiki0,81/km2
ISO 3166 kóðiIS-4

Vestfirðir eru norðvesturhluti Íslands eða svæðið sem nær frá Gilsfirði, um Reykhólasveit, Barðaströnd og Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arnarfjörð, Dýrafjörð, Önundarfjörð, Súgandafjörð og Ísafjarðardjúp, Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Hornstrandir, niður Strandir að botni Hrútafjarðar.

Norðurhluti Breiðafjarðar telst einnig til Vestfjarða. Frá Bitrufirði að botni Gilsfjarðar er stutt leið, og svæðið er þannig vel landfræðilega afmarkað. Svæðið einkennist af djúpum fjörðum, miklu fuglalífi og auðugum fiskimiðum. Þar bjuggu á miðöldum helstu auðmenn Íslands. Áður fyrr byggði afkoma fólks að mestu leyti á sjósókn, hlunnindum og hefðbundnum búskap. Á Vestfjörðum eru margir bæir og þorp þar sem afkoman byggir að stærstum hluta á sjávarútvegi og þjónustu. Látrabjarg vestasti oddi Íslands er á Vestfjörðum. Jarðmyndanir eru yngri eftir því sem lengra dregur til suðvesturs.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu, en nú er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslu, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Vestfirðir eru frá 2003 hluti af Norðvesturkjördæmi, áður, frá 1959 voru Vestfirðir, Vestfjarðakjördæmi.

Íbúar voru 7.168 manns árið 2024.[1]

Jarðfræði og jarðsaga Vestfjarða

[breyta | breyta frumkóða]

Mestur hluti Vestfjarða er háslétta með fjörðum og dölum sem myndast hafa þegar ísaldarjökull gróf sig niður. Víða í fjallshlíðum og þá sérstaklega þeim sem snúa gegnd norðri eru hvilftir (skála eða botnar). Botn þessara hvilfta er í allt að 500 m hæð innst í fjörðum en er víða um 100 m fremst á útnesjum. Elstu jarðlög á Íslandi er að finna neðst í fjöllum á annesjum á Vestfjörðum. Elstu jarðlögin eru neðst í fjallshlíðunum Öskubak og Gelti en þær eru sitt hvorum megin við Keflavík hjá Galtavita milli Súgandafjarðar og Skálavíkur.

Kort af Vestfjörðum.

Hæsta fjall Vestfjarða er Kaldbakur milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Stærsta áin (eftir vatnsmagni) er Hvalá við Ófeigsfjörð.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Sveitarfélög á Vestfjörðum eru 8 talsins.

Sveitarfélag Íbúafjöldi (2024) Flatarmál (km2) Þéttleiki (á km2) ISO 3166-2
Ísafjarðarbær &&&&&&&&&&&&3797.&&&&&03.797 &&&&&&&&&&&&2380.&&&&&02.380 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.1,6 IS-ISA
Vesturbyggð &&&&&&&&&&&&1356.&&&&&01.356 &&&&&&&&&&&&1511.&&&&&01.511 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,9 IS-VER
Bolungarvíkurkaupstaður &&&&&&&&&&&&&989.&&&&&0989 &&&&&&&&&&&&&108.&&&&&0108 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.9,16 IS-BOL
Strandabyggð &&&&&&&&&&&&&414.&&&&&0414 &&&&&&&&&&&&1834.&&&&&01.834 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,23 IS-STR
Reykhólahreppur &&&&&&&&&&&&&236.&&&&&0236 &&&&&&&&&&&&1096.&&&&&01.096 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,22 IS-RHH
Súðavíkurhreppur &&&&&&&&&&&&&219.&&&&&0219 &&&&&&&&&&&&&750.&&&&&0750 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,29 IS-SDV
Kaldrananeshreppur &&&&&&&&&&&&&104.&&&&&0104 &&&&&&&&&&&&&458.&&&&&0458 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,23 IS-KAL
Árneshreppur &&&&&&&&&&&&&&53.&&&&&053 &&&&&&&&&&&&&705.&&&&&0705 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,08 IS-ARN

Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2003 hófst verkefnið „Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins“ á vegum félagsmálaráðuneytisins. Sérstök sameiningarnefnd var sett á laggirnar af því tilefni, hennar hlutverk var að gera tillögur um mögulegar sameiningar íslenskra sveitarfélaga. Hvað varðaði Vestfirði, lagði sameiningarnefndin upphaflega til að Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinist og að Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur sameinist í eitt sveitarfélag. Einnig lagði hún til að öll sveitarfélög á Ströndum sameinist í eitt sveitarfélag, utan Bæjarhreppur sem sameinist Húnaþingi vestra austur yfir Hrútafjörð. Þá var einnig lagt til að Reykhólahreppur sameinist Dalabyggð og Saurbæjarhreppi.

Síðar var fallið frá hugmyndum um sameiningu Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vegna andstöðu viðkomandi sveitarstjórna. Kosið var um hinar tillögurnar í öllum viðkomandi sveitarfélögum þann 8. október 2005 en sameiningartillögur voru alls staðar felldar á Vestfjörðum nema í Broddaneshreppi. Broddaneshreppur og Hólmavíkurhreppur héldu þó aðra atkvæðagreiðlu í apríl 2006 þar sem sameining þeirra var samþykkt, nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Strandabyggð og tók til starfa 10. júní 2006.

Mannfjöldi

[breyta | breyta frumkóða]
Þróun mannfjölda á Vestfjörðum.
ár mannfjöldi hlutfall af
heildarfjölda
1920 13.443 14,24%
1930 13.133 12,09%
1940 13.130 10,80%
1950 11.300 7,83%
1960 10.507 5,86%
1970 10.050 4,91%
1980 10.479 4,53%
1990 9.798 3,80%
2000 8.150 2,86%
2010 7.362 2,32%
2020 7.115 1,93%
2021 7.108 1,92%
2022 7.205 1,91%

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Mannfjöldi – Sveitarfélög og byggðakjarnar“. Hagstofa Íslands. Sótt 12. desember 2024.