Kaíró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kaíró
Flag of Cairo.svg
Kaíró er staðsett í Egyptaland
Land Egyptaland
Íbúafjöldi 7.947.121 (1. janúar 2008)
Flatarmál 214 km²
Póstnúmer
Horft yfir miðborg Kaíró.

Kaíró (arabíska: القاهرة, (umritað: al-Qāhirah)) er höfuðborg Egyptalands. Hún er fjölmennasta borg Afríku og þrettánda fjölmennasta borg heims, með 15 milljón íbúa. Borgin stendur á bökkum Nílar, og á eyjum úti í ánni rétt sunnan við þann stað þar sem hún skiptist í þrennt og rennur út í Nílarósa. Borgin liggur skammt frá höfuðborg Forn-Egypta, Memfis, sem var stofnuð um 3100 f.Kr.. Þar sem Kaíró stendur nú var fyrst byggt rómverskt virki kringum árið 150. Elsti hluti borgarinnar er á austurbakka árinnar en brýr tengja nú við borgarhlutana Gísa og Imbabah vestan megin árinnar. Kaíró er ein elsta borg í heimi.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.