Fara í innihald

Guanahani

Hnit: 24°03′N 74°30′V / 24.050°N 74.500°V / 24.050; -74.500
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

24°03′N 74°30′V / 24.050°N 74.500°V / 24.050; -74.500 Guanahaní, einnig nefnd Watlingseyja og áður kölluð San Salvador, er eyja í eyjaklasanum Bahamaeyjum. Guanahaní er 21 km að lengd og 8 km að breidd. Sagan segir að eyjan sé fyrsti lendingarstaður Kristófers Kólumbusar, þann 12. október 1492. Kólumbus gaf eynni nafnið San Salvador í stað Guanahaní, sem er nafn innfæddra Taínóa fyrir eyjuna. Guanahaní varð fyrir mikilli fólksfækkun vegna þrælkunar og nauðungarflutninga á frumbyggjum eyjarinnar. Bandaríkjaher kom til eyjarinnar í seinni heimstyrjöldinni. Í dag er litið á Guanahaní sem ferðamannaparadís. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „San Salvador“. The Goverment of the Bahamas (enska). Sótt 14. október 2010.