Guðrún Stefánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi (fædd 24. nóvember 1893, dáin 12. október 1980 var íslenskt ljóðskáld og ritstjóri.

Guðrún fæddist að Fagraskógi við Eyjafjörð árið 1893. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Davíðsdóttir og Stefán Baldvin Stefánsson, alþingismaður og bóndi. Bróðir Guðrúnar var skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Guðrún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1913 en stundaði auk þess nám í Svíþjóð í eitt ár.

Árið 1940 stofnaði Guðrún tímaritið Nýtt kvennablað ásamt þeim Jóhönnu Þórðardóttur og Maríu Knudsen og kom það út til ársloka 1967. Jóhanna og María féllu báðar frá langt um aldur fram og eftir lát þeirra stóð Guðrún ein að ritstjórn blaðsins. Guðrún var afkastamikið ljóðskáld og birti kvæði sín í blöðum og tímaritum, einkum Nýju kvennablaði en sendi aldrei frá sér ljóðabók. Bók með úrvali kvæða hennar kom hins vegar út árið 2015 og hafði dótturdóttir hennar Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir umsjón með útgáfunni og ritaði inngang.[1] [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ruv.is, Orð um Helgu, Helgu og Guðrúnu, 16. febrúar 2016 (skoðað 5. maí 2019)
  2. Penninn.is, Ljóð Guðrún St. frá Fagraskógi Geymt 5 maí 2019 í Wayback Machine (skoðað 5. maí 2019)