Fara í innihald

Balí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Agung-fjall er hæsti punktur Bali, 3031 metri.
Besakih hofið er stærsta hindúahof Bali.

Balí er eyja og smæsta fylki Indónesíu. Hún er vestlægust af Litlu-Sundaeyjum, milli Jövu og Lombok. Stærð eyjunnar er 5636 ferkílómetrar. Agung-fjall er hæsti punkturinn eða rúmlega 3000 metrar.

Mannfjöldi Bali er 4,4 milljónir (2019) og er Denpasar stærsta borgin. Hvergi í Indónesíu býr jafnhátt hlutfall hindúa en 83,5 % íbúa Balí eru hindúatrúar. Balí er ennfremur mesti ferðamannastaður Indónesíu en 80% efnahagsins reiðir sig á ferðamennsku.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.