Wendell Clausen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wendell Vernon Clausen (2. apríl 1923 í Oregon í Bandaríkjunum12. október 2006) var bandarískur fornfræðingur og textafræðingur og prófessor í latínu og latneskum bókmenntum á Harvard-háskóla.

Hann nam enskar bókmenntir og latínu til B.A.-prófs í Washington-háskóla. Þaðan hélt hann til Chicago-háskóla og lauk þaðan doktorsprófi þremur árum síðar. Hann kenndi fornfræði við Amherst-háskóla (1948-1959) og síðar á Harvard þar sem hann var prófessor í grísku og latínu (1959-1982), síðan Victor S. Thomas-prófessor í grísku og latínu (1982-1988) og að lokum Pope-prófessor í latínu og latneskum bókmenntum (1988-1993).

Hann var frumkvöðull í rannsóknum á tengslunum milli latnesks kveðskapar og grísks kveðskapar frá helleníska tímanum

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Vergil's Aeneid: Decorum, Allusion and Ideology (2002)
  • Virgil's Aeneid and the tradition of Hellenistic poetry (1987)
  • Callimachus and Latin poetry (1964)
  • Plutarch (1964)

Ritstýrðar útgáfur og skýringarrit[breyta | breyta frumkóða]

  • Virgil, Eclogues'' (1994)
  • Appendix Vergiliana (1966)
  • A. Persi Flacci et D. Iuni Iuvenalis saturae (1959)
  • Persius, Saturarum liber (1956)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.