Róbert Marshall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Róbert Marshall (f. 31. maí 1971) er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Hann hefur starfað sem fréttamaður, stjórnmálamaður og leiðsögumaður. Róbert var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Alþingiskosningunum 2009, en bauð sig fram fyrir Bjarta framtíð í Alþingiskosningunum 2013. Róbert starfaði lengi sem fréttamaður og starfaði á Vikublaðinu, Mannlífi, Tímanum og Stöð 2. Hann var kosinn formaður Blaðamannafélags Íslands árið 2003 og endurkjörinn árið 2005.[1] Á sama ári hætti hann hjá Stöð 2 sem fréttamaður vegna mistaka í frétt um Íraksstríðið[2] og varð síðar forstöðumaður fréttastöðvarinnar NFS.

Árið 2007 varð Róbert aðstoðarmaður samgönguráðherrans Kristjáns L. Möller.[3]

Róbert bauð sig fram og var kosinn á þing fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2009. Í október 2012 sagði hann sig úr þingflokki Samfylkingarinnar en sagðist þó ætla að styðja ríkisstjórnina út kjörtímabilið. Hann bauð sig fram og var endurkjörinn fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2013. Róbert ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.