Jón Ásbergsson
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Jón Ólafur Ásbergsson (f. 31. maí 1950 á Ísafirði) er fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Sólveig Jónsdóttir og Sigurmar Ásberg Sigurðsson, sýslumaður og síðar borgarfógeti. Kona Jóns er María Dagsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjá syni.
Eftir stúdentspróf (MR 1969) hóf Jón nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk því 1974. Hann stundaði nám í University of Arkansas í eitt ár á námstímanum. Hann hóf störf sem framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, síðan framkvæmdastjóri Hagkaups hf. og eftir það framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Hann var formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, varaþingmaður um skeið, var í stjórn Stjórnunarfélags Íslands, var stjórnarformaður Íslensku óperunnar og hefur gegnt fleiri trúnaðarstörfum. Jón var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks atvinnulífs og útflutnings á árinu 2010.