Bílsprengja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bílasprengja)
Jump to navigation Jump to search
Ummerki eftir bílsprengju í Bagdad, Írak

Bílsprengja er heimatilbúin sprengja sem komið er fyrir í bíl eða öðru farartæki og sprengd. Bílsprengjur eru notaðar við morð, hryðjuverk og í skæruhernaði til að drepa farþega í bílnum, fólk í nágrenni bílsins eða til að valda skemmdum á byggingum. Hægt er að fela mikið magn af sprengiefni í bílum og koma fyrir án þess að það veki grunsemdir. Bílsprengjur eru sprengdar með ýmsum hætti, til dæmis þegar hurðin er opnuð, bíllinn settur í gang, stigið á eða af bensíngjöf eða bremsu, eða einfaldlega með kveikiþræði eða tímastilltri hvellhettu. Eldsneyti í eldsneytistanki bílsins getur aukið við sprengikraft sprengjunnar sjálfrar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.