Arilíus Marteinsson
Útlit
Arilíus Marteinsson (fæddur 31. maí 1984) er íslenskur knattspyrnumaður. Arilíus hóf knattspyrnuferill sinn á Stokkseyri og lék þar frá 7. flokki til 3. flokks en færði sig svo um set og byrjaði að æfa með Selfossi. Arilíus fór í byrjun árs 2006 til ÍBV og lék með þeim í úrvaldsdeildinni. Eftir eitt tímabil með ÍBV fór Arilíus aftur til Selfoss þar sem hann spilar núna. Arilíus á að baki nokkra U-17 og U-19 ára landsleiki með Íslandi. Arilíus hefur spilað lykilhlutverk í liði Selfoss síðust ár og á að baki 151 leiki og 49 mörk í öllum keppnum. Arilíus er hvað þekktastur fyrir að skora 3 mörk í sínum fyrsta landsleik gegn Færeyingum. Eftir langa dvöl á Selfossi lá leiðin til Ægismanna þar sem Arilíus hefur spilað síðastliðin tvö tímabil.
Þessi knattspyrnugrein sem tengist æviágripi og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.