Fara í innihald

Michael Frede

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Michael Frede (31. maí 194011. ágúst 2007) var þýskur heimspekingur, heimspekisagnfræðingur, fornfræðingur, textafræðingur og prófessor í fornaldarheimspeki.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Michael Frede fæddist í Berlín í Þýskalandi árið 1940. Eftir að hann brautskráðist frá Sankt Ansgar-Gymnasium í Hamburg árið 1959 hóf hann nám í heimspeki og fornfræði við háskólana í Hamburg og München og síðar undir leiðsögn Günthers Patzig við háskólann í Göttingen. Hann varði vetrinum 1962-1963 við Oxford-háskóla þar sem hann nam hjá G.E.L. Owen en sneri svo aftur til Göttingen og lauk doktorsgráðu þaðan árið 1966. Doktorsritgerð hans, sem fjallaði um samræðu Platons Fræðarann, kom út ári seinna undir titlinum Prädikation und Existenzaussage og hlaut mikla eftirtekt enda þótt hugmyndir Fredes væru umdeildar. Næsta bók hans Die Stoische Logik (1974) fjallaði um stóíska rökfræði og var tímamótaverk. Frede var æ síðan talinn einn helsti sérfræðingur heims um heimspeki fornaldar.

Frede fékkst einkum við heimspeki Platons og Aristótelesar, stóuspeki og efahyggju en hann átti mikinn þátt í að auka á ný vinsældir og áhuga á hellenískri heimspeki meðal heimspekinga og fræðimanna. Frede ritaði einnig um vísinda- og hugmyndasögu fornaldar, þ.á m. læknisfræði, málvísindi og málfræði í fornöld, og forn trúarbrögð.

Frede kenndi fornaldarheimspeki við Kaliforníu-háskóla í Berkeley sem gistikennari veturinn 1968-1969 og sem kennari við heimspekideildina frá 1971. Árið 1976 þáði hann prófessorsstöðu við Princeton-háskóla þar sem hann kenndi til ársins 1991. Þá tók hann við stöðu prófessors í heimspekisögu á Keble College við Oxford-háskóla. Árið 2005 settist hann í helgan stein og flutti til Aþenu í Grikklandi. Frede lést í sundi á Kórinþuflóa 11. ágúst 2007.

Fyrrverandi kona Fredes er Dorothea Frede en sambýliskona hans var Katerina Ierodiakonou. Þær eru báðar sérfræðingar um fornaldarheimspeki.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Prädikation und Existenzaussage (1967)
 • Die Stoische Logik (1974)
 • Galen: Three Treatises on the Nature of Science
 • Essays in Ancient Philosophy (1987)
 • Aristoteles ,Metaphysik Z’. Text, Übersetzung und Kommentar (1988) (ásamt Günther Patzig)

Ritstýrðar bækur[breyta | breyta frumkóða]

 • The Original Sceptics (1997) (ásamt Myles Burnyeat)
 • Rationality in Greek Thought (1999) (ásamt Giselu Striker)
 • Pagan Monotheism in Late Antiquity (1999) (ásamt Polymnia Athanassiadi)
 • Aristotle's Metaphysics Book Lambda: Symposium Aristotelicum (2000) (ásamt David Charles)

Greinar[breyta | breyta frumkóða]

 • „On Aristotle's conception of the Soul“, hjá Nussbaum og Rorty (ritstj.), Essays on Aristotle's De Anima (Oxford: Oxford University Press, 2002): 93-107.
 • „The Cognitive Role of Phantasia in Aristotle“, hjá Nussbaum og Rorty (ritstj.), Essays on Aristotle's De Anima (Oxford: Oxford University Press, 2002): 279-295.
 • Metaphysics Λ 1“, hjá Frede og Charles (ritstj.), Aristotle's Metaphysics Book Lambda: Symposium Aristotelicum (Oxford: Oxford University Press, 2000): 53-80.
 • „Monotheism and Pagan Philosophy in Later Antiquity“, hjá Frede og Athanassiadi (ritstj.), Pagan Monotheism in Late Antiquity (Oxford: Oxford University Press, 1999): 41-68.
 • „Aristotle's Rationalism“m hjá Frede og Striker (ritstj.), Rationality in Greek Thought (Oxford: Oxford University Press, 1999): 157-174.
 • „On the Stoic Conception of the Good“, hjá Ierodiakonou (ritstj.), Topics in Stoic Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 1999): 71-94.
 • „Stoic Epistemology“, hjá Algra, Barnes, Mansfeld og Schofield (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1999): 295-322.
 • „Epilogue“, hjá Algra, Barnes, Mansfeld og Schofield (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1999): 771-797.
 • „Der Begriff des Individuums bei den Kirchenvätern“, Jahrbuch für Antike und Christentum 40 (1997): 38-54.
 • „The Stoic Notion of a Grammatical Case“, Bulletin of the Institute of Classical Studies 39 (1994): 13-24.
 • „The Stoic Notion of a Lekton“, hjá Everson (ritstj.), Companions to Ancient Thought 3: Language (Cambridge: Cambridge University Press, 1994): 109-128.
 • „Aristotle’s Notion of Potentiality in Metaphysics Theta“, hjá Scaltsas, Charles og Gill (ritstj.), Unity, Identity and Explantion in Aristotle's Metaphysics (Oxford: Oxford University Press, 1994).
 • „The Stoic Conception of Reason“, hjá Boudouris (ritstj.), Hellenistic Philosophy (1994): 50-63.
 • „Plato's Arguments and the Dialogue Form“, Oxford Studies in Ancient Philosophy (1992): 201-219.
 • „An Empiricist View of Knowledge: Memorism“, hjá Everson (ritstj.), Companions to Ancient Thought 1: Epistemology (1990).
 • „The Empiricist Attitude Towards Reason and Theory“, hjá Hankinson (ritstj.), Method, Medicine and Metaphysics (Edmonton: Academic Press, 1988).
 • „The Title, Unity, and Authenticity of the Aristotelian Categories“, í Frede, Essays in Ancient Philosophy (Minneapolis: University pf Minnesota Press, 1987): 11-28.
 • „Individuals in Aristotle“, í Frede, Essays in Ancient Philosophy (Minneapolis: University pf Minnesota Press, 1987): 49-71.
 • „Substance in Aristotle’s Metaphysics“, í Frede, Essays in Ancient Philosophy (Minneapolis: University pf Minnesota Press, 1987): 72-80.
 • „The Unity of General and Special Metaphysics: Aristotle's Conception of Metaphysics“, í Frede, Essays in Ancient Philosophy (Minneapolis: University pf Minnesota Press, 1987): 81-95.
 • „The Stoic Doctrine of the Affections of the Soul“, hjá Schofield og Striker (ritstj.), The Norms of Nature: Studies in Hellenistic Ethics (Cambridge: Cambridge University Press, 1986): 93-110.
 • „The Sceptic's Two Kinds of Assent“, hjá Rorty, Schneewind og Skinner (ritstj.), Philosophy in History: Essays on the Historiography of Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1984).
 • „Stoics and Sceptics on Clear and Distinct Impressions“, hjá Burnyeat (ritstj.), The Skeptical Tradition (Berkeley: University of California Press, 1983): 65-93.
 • „The Method of the So-Called Methodical School of Medicine“, hjá Barnes, Brunschwig, Burnyeat og Schofield (ritstj.), Science and Speculation: Studies in Hellenistic Theory and Practice (Cambridge: Cambridge University Press, 1983): 1-23.
 • „Categories in Aristotle“, hjá O'Meara (ritstj.), Studies in Aristotle (Washington, 1981): 124.
 • „The Original Notion of Cause“, hjá Schofield, Burnyeat og Barnes (ritstj.), Doubt and Dogmatism (Oxford: Clarendon Press, 1980).
 • „Des Skeptikers Meinungen“, Neue Hefte für Philosophie 15/16 (1979): 102-129.
 • „Principles of Stoic Grammar“, hjá Rist (ritstj.), The Stoics (Berkeley: University of California Press, 1978): 27-75.
 • „The Origin of Traditional Grammar“, hjá Butts og Hintikka (ritstj.), Historical and Philosophical Dimensions of Logic, Methodology and Philosophy of Science (1977): 51-79.
 • „Stoic vs. Aristotelian Syllogistic“, Archiv für Geschichte der Philosophie 56 (1974): 132.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

 • Priest, Stephen, „Frede, Michael“, hjá Ted Honderich (ritstj.), The Oxford Companion to Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 2005).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]