Sharon Gless
Sharon Gless | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Sharon Marguerite Gless 31. maí 1943 |
Ár virk | 1970 - |
Helstu hlutverk | |
Madeline Westen í Burn Notice Maggie Philbin í Switch Christine Cagney í Cagney & Lacey Debbie Novotny í Queer as Folk |
Sharon Gless (fædd Sharon Marguerite Gless, 31. maí 1943) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Switch, Cagney & Lacey og Queer as Folk.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Gless er fædd og uppalin í Los Angeles, Kaliforníu. Vann hún sem ritari hjá auglýsingastofunum Grey Advertising og Young & Rubicam áður en hún gerðist leikari. Árið 1974 tók hún leiklistartíma og skrifaði undir 10 ára samning við Universal Studios sem lauk árið 1982. Var hún seinasti leikarinn í Hollywood sem var með leikarasamning úr gamla kerfinu. [1][2]
Gless hefur verið gift Barney Rosenzweig síðan 1991.
Árið 1995 var Gless heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame.
Gless hefur í mörg ár verið stuðningsmaður kvennréttinda og var árið 2005 heiðruð með Norman Lear´s People for the American Way fyrir hlutverk sitt í baráttunni fyrir mannréttindum.[3]
Árið 2007 þá var Gless heiðruð með Excellence of the Arts verðlaunum frá Leiklistarskólanum við DePaul háskólann.[4]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Gless á leiksvið var í Watch on the Rhine eftir Lillian Hellman við Stage West í Springfield, Massachusetts. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Misery, Cahoots og The Vagina Monologues.[5]
Gless hefur í mörg ár bæði talað inn á bækur og leikið í útvarpsleikritum. [6]
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Gless var árið 1970 í Night Slaves. Frá 1972-1976 þá lék hún Kathleen Faverty í Marcus Welby, M.D. . Árið 1975 þá var henni boðið hlutverk í Switch sem Maggie Philbin, sem hún lék til ársins 1978. Síðan árið 1982 þá var Gless boðið eitt af aðalhlutverkunum í Cagney & Lacey sem Christine Cagney, sem hún lék til ársins 1988. Lék hún síðan móðir samkynhneigðsmanns í Queer as Folk frá 2000-2005.
Hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Ironside, Faraday and Company, Kojak, Judging Amy og Nip/Tuck.
Gless lék Madeline Westen móður Michael Westen í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[7]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Gless var árið 1973 í Bonnie´s Kids. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Star Chamber, Hannah Free og Once Fallen.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1973 | Bonnie´s Kids | Sharon þjónustustúlka | |
1974 | Airport 1975 | Sharon | |
1983 | The Star Chamber | Emily Hardin | |
2000 | Bring Him Home | Mary Daley | |
2009 | Hannah Free | Eldri Hannah | |
2010 | Once Fallen | Sue | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1970 | Night Slaves | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1972 | The Longest Night | Starfsmaður skiptiborðs | Sjónvarpsmynd |
1972 | The Sixth Sense | Kay | Þáttur: Coffin, Coffin in the Sky |
1972 | McCloud | Sgt. Maggie Clinger | Þáttur: The New Mexican Connection |
1972 | All My Darling Daughters | Jennifer | Sjónvarpsmynd |
1972 | Cool Million | Sandy Sherwood | Þáttur: The Abduction of Baynard Barnes |
1973 | Chase | Sally | Þáttur: The Wooden Horse Caper |
1996 | Owen Marshall: Counselor at Law | Penny Collins / Terry | 2 þættir |
1973 | Ironside | Jennifer | Þáttur: House of Terror |
1973 | My Darling Daughter´s Anniversary | Jennifer | Sjónvarpsmynd |
1973 | Toma | ónefnt hlutverk | Þáttur: Frame-Up |
1973-1974 | Faraday and Company | Holly Barrett | 4 þættir |
1974 | The Bob Newhart Show | Rosalie Shaeffer | Þáttur: The Modernization of Emily |
1974 | Adam-12 | Lynn Carmichael | Þáttur: Clinic on 18th St |
1974 | Sierra | Mary Jordan | Þáttur: Tails, You Lose |
1975 | Lucas Tanner | Miss Reynolds | Þáttur: Those Who Cannot, Teach |
1972-1975 | Emergency! | Höggvari / Sheila | 2 þættir |
1972-1976 | Marcus Welby, M.D. | Kathleen Faverty | 22 þættir |
1976 | Baa Baa Black Sheep | 1st L.t Hjúkrunarfræðingur | Þáttur: Flying Misfits |
1974-1976 | The Rockford Files | Lori Jenivan / Susan Jameson | 2 þættir |
1976 | Kojak | Nancy Parks | Þáttur: Law Dance |
1976 | Richie Brockelman: The Missing 24 Hours | Darcy Davenport | Sjónvarpsmynd |
1975-1978 | Switch | Maggie Philbin | 71 þættir |
1978 | The Islander | Shauna Cooke | Sjónvarpsmynd |
1978 | Crash | Lesley Fuller | Sjónvarpsmynd |
1978 | The Immigrants | Jean Seldon Lavetta | Sjónvarpsmynd |
1979 | Tales of the Unexpected | Caroline | Sjónvarpsmynd |
1979 | Centennial | Sidney Endermann | 5 þættir |
1979 | Turnabout | Penny Alston | 7 þættir |
1979 | The Last Convertible | Kay Haddon | Óþekktir þættir |
1980 | Hardhat and Legs | Patricia Botsford | Sjónvarpsmynd |
1980 | Disneyland | Karen Goldner | Þáttur: The Kids Who Knew Too Much |
1980 | The Kids Who Knew Too Much | Karen Goldner | Sjónvarpsmynd |
1980 | The Scarlett O´Hara War | Carole Lombard | Sjónvarpsmynd |
1980 | Revenge of the Stepford Wives | Kaye Foster | Sjónvarpsmynd |
1981 | The Miracle of Kathy Miller | Barbara Miller | Sjónvarpsmynd |
1982 | House Calls | Jane Jeffries | 15 þættir |
1983 | Tales of the Unexpected | Caroline Coates | Þáttur: Youth from Vienna |
1983 | Hobson´s Choice | Maggie Hobson | Sjónvarpsmynd |
1984 | The Sky´s No Limit | Joanna Douglas | Sjónvarpsmynd |
1985 | Letting Go | Kate | Sjónvarpsmynd |
1982-1988 | Cagney & Lacey | Det. Sgt. Christine Cagney | 119 þættir |
1989 | The Outside Woman | Joyce Mattox | Sjónvarpsmynd |
1992 | Honor Thy Mother | Bonnie Von Stein | Sjónvarpsmynd |
1990-1992 | The Trials of Rosie O´Neill | Rosie O´Neill | 21 þættir |
1994 | Separated by Murder | Betty Gay Wilson / Holly Faye Walker og Peggy Joy Lowe/ Lily Mae Stokely | Sjónvarpsmynd |
1994 | Cagney & Lacey: The Return | Christine Cagney-Burton | Sjónvarpsmynd |
1995 | Cagney & Lacey: Together Again | Christine Cagney-Burton | Sjónvarpsmynd |
1995 | Cagney & Lacey: The View Through the Glass Ceiling | Christine Cagney | Sjónvarpsmynd |
1996 | Cagney & Lacey: True Convictions | Christine Cagney | Sjónvarpsmynd |
1997 | Promised Land | Alex Tolan | 2 þættir |
1998 | The Girl Next Door | Dr. Gayle Bennett | Sjónvarpsmynd |
2000 | Touched by an Angel | Ziggy | Þáttur: The Perfect Game |
2003 | Judging Amy | Dr. Sally Goodwin | Þáttur: Maxine Interrupted |
2000-2005 | Queer as Folk | Debbie Novotny | 79 þættir |
2006 | Thick and Thin | ónefnt hlutverk | ónefndir þættir |
2006 | The State Within | Lynne Warner | 6 þættir |
2008-2009 | Nip/Tuck | Colleen Rose | 5 þættir |
2007 – til dags | Burn Notice | Madeline Westen | 85 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Emmy verðlaunin
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Burn Notice.
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Nip/Tuck.
- 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
- 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
- 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1987: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1986: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1984: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1983: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
Golden Globes verðlaunin
- 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
- 1991: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
- 1989: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1987: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1986: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
Gracie Allen verðlaunin
- 2010: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Burn Notice.
Satellie verðlaunin
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míni-seríu eða sjónvarpsmynd fyrir Burn Notice.
TV Land verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem uppáhalds leynilögreglukonan fyrir Cagney & Lacey með Tyne Daly.
- 2006: Tilnefnd sem Coolest Crime Fighting liðið fyrir Cagney & Lacey með Tyne Daly.
- 2004: Tilnefnd sem uppáhalds Crimestopper Do fyrir Cagney & Lacey með Tyne Daly.
Viewers for Quality Television verðlaunin
- 1988: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1987: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1986: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
- 1985: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Buck, Jerry (31. janúar 1982). „Sharon Gless of 'House Calls'“. Sunday Times-Sentinel. Gallipolis, Ohio. AP. bls. 16, § Take-One. Sótt 5. nóvember 2011.
- ↑ „Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Ferill Sharon Gless á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Ferill Sharon Gless á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Sharon Gles“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. maí 2012.
- Sharon Gless á IMDb
- Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni Geymt 20 apríl 2012 í Wayback Machine
- Ferill Sharon Gless á heimasíðu hennar Geymt 4 maí 2012 í Wayback Machine
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Sharon Gless á IMDb
- Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni Geymt 20 apríl 2012 í Wayback Machine
- Heimasíða Sharon Gless Geymt 19 júní 2017 í Wayback Machine