20th Century Studios

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá 20th Century Fox)
Merki 20th Century Fox

20th Century Studios er eitt af sex stórum kvikmyndafyrirtækjum Bandaríkjanna. Það er staðsett í Century City í Los Angeles, Kaliforníu, rétt vestur við Beverly Hills. 20th Century Fox er dótturfyrirtæki fjölmiðlafyrirtækisins News Corporation sem er í eigu Rupert Murdoch. 20th Century Fox var stofnað 31. maí 1935 við sameiningu tveggja kvikmyndagerðarfyrirtækja: Fox Film Corporation sem stofnað var af William Fox árið 1915, og Twentieth Century Pictures, stofnað árið 1933 af þeim Darryl F. Zanuck, Joseph Schenck, Raymond Griffith og William Goetz.

Nokkrar vinsælustu kvikmyndir sem 20th Century Fox framleiddu eru meðal annnars Avatar, Simpsonfjölskyldan, Stjörnustríð, Ísöld, Garfield, Alvin and the Chipmunks, X-Men, Die Hard, Alien, Speed, Revenge of the Nerds, Apaplánetan, Home Alone, Dr. Dolittle, Night at the Museum, Predator, and Töfralandið Narnía (áður í eigu Walt Disney Pictures). Nokkrir þeir vinsælustu leikarar sem unnið hafa hjá fyrirtækinu eru Shirley Temple, Betty Grable, Gene Tierney, Marilyn Monroe og Jayne Mansfield.

Síðast hefur 20th Century Fox unnið á velheppnaðan hátt með eftirfarandi fyrirtækjum: 1492 Pictures, Lucasfilm, Lightstorm Entertainment, Davis Entertainment, Walden Media, Regency Enterprises, Blue Sky Studios, Troublemaker Studios, Marvel Studios, Ingenious Film Partners, Scott Free Productions, Gracie Films, EuropaCorp, Color Force, Centropolis Entertainment, Conundrum Entertainment, Bad Hat Harry Productions, Dune Entertainment, Chernin Entertainment, The Donners' Company, 21 Laps Entertainment og Spyglass Entertainment.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengd fyrirtæki[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.