1704
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1704 (MDCCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 22. september - Sæmundur Þórarinsson bóndi í Árbæ fannst myrtur í Elliðaám. Eiginkona hans og mótbýlismaður þeirra voru dæmd til lífláts fyrir morðið.
- Farið var að gefa út Alþingisbækur nokkuð samfellt.
Fædd
- 1. janúar - Magnús Gíslason, amtmaður (d. 1766).
- 16. janúar - Finnur Jónsson, biskup í Skálholti (d. 1789).
Dáin
- 31. maí - Helga Halldórsdóttir (f. 1617), kona séra Páls Björnssonar í Selárdal. Alls voru fjórir einstaklingar leiddir á bálið sakaðir um að hafa valdið veikindum hennar með göldrum.
- 14. september - Skúli Þorláksson, prófastur á Grenjaðarstað (f. 1635).
Opinberar aftökur
- Ónafngreind stúlka tekin af lífi fyrir dulsmál í Einarsstaðakirkjusókn í Reykjadal.
- 15. nóvember - Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi á Kópavogsþingi fyrir morð á Sæmundi Þórarinssyni, eiginmanni Steinunnar. Sigurður var hálshogginn skammt en Steinunni drekkt í læk.
- 27. september - Ingimundur Einarsson, 25 ára, hengdur í Kjósarsýslu fyrir þjófnað og flakk.
- Klemens/Clemens Þorgeirsson, 36 ára, hengdur í Kjósarsýslu fyrir þjófnað.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 24. apríl - Fyrsta fréttablaðið í Norður-Ameríku, The Boston News-Letter, hóf útkomu.
- 4. ágúst - Enskar og hollenskar sveitir hertóku Gíbraltar.
- Alexander Selkirk, fyrirmyndin að Róbinson Crusoe, skilinn einn eftir á lítilli eyju í Kyrrahafi.
- Eldgos varð á Tenerife á þremur sprungum.
- Norðurlandaófriðurinn mikli: Rússar náðu yfirráðum yfir Tartu og Narva.
Fædd
Dáin
- 2. febrúar - Guillaume François Antoine l'Hôpital, franskur stærðfræðingur (f. 1661).
- 28. október - John Locke, enskur heimspekingur (f. 1632).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Öll gögn um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.