1677
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1677 (MDCLXXVII í rómverskum tölum) var 77. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Sigurður Jónsson, lögmaður (f. 1618)
- 15. desember - Þorkell Arngrímsson, læknir og prestur í Görðum á Álftanesi (f. 1629).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júlí - Þorbjörn Sveinsson (Grenjadals-Tobbi), 37 ára, frá Grenidal í Borgarfjarðarsýslu, tekinn af lífi með brennu á Alþingi, fyrir galdra. Aftakan fór fram að „mörgum góðum mönnum nærstöddum,“ segja annálar.
- 4. júlí - Bjarni Bjarnason, 62 ára, frá Breiðadal í Önundarfirði, Ísafjarðarsýslu, tekinn af lífi fyrir galdra. Honum var gefið að sök valda veikindum Ingibjargar Pálsdóttur. Bjarni var, samkvæmt annálum, brenndur „í margra manna viðurvist“.
- Þorlákur Þorsteinsson hengdur fyrir þjófnað, í Strandasýslu.
- Bessi Eiríksson hengdur fyrir þjófnað, í Húnavatnsþingi.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]
- 11. apríl - Stríð Frakklands og Hollands: Filippus 1. hertogi af Orléans sigraði her Hollendinga í orrustunni við Cassel.
- 29. maí - Landnemar í Virginíu gerðu friðarsamkomulag við indíánaættbálka svæðisins.
- 31. maí - Skánska stríðið: Danir undir forystu Niels Juel unnu sigur á Svíum í sjóorrustu milli Femern og Warnemünde.
- 14. júlí - Svíar unnu sigur á Dönum í orrustunni við Landskrona. Áður hafði Dönum mistekist að hertaka Malmö.
- 5. september - Ottómanveldið missti 20.000 hermenn í orrustu við Rússland síðan í ágúst sama ár, við borgina Chigirin (í nútíma Úkraínu). Mehmed 4. tyrkjasoldán sendi þá yfir 200.000 hermenn til að eyða borginni.
- 17. september - Skánska stríðið: Danir hertóku Rügen sem var þá undir stjórn Svía og ráku íbúana burt.
- 4. nóvember - Brúðkaup Maríu Englandsprinsessu og Vilhjálms 3. af Óraníu.
- 16. nóvember - Frakkar lögðu Freiburg undir sig.
- 7. desember - Belgíski trúboðinn Louis Hennepin fann Níagarafossa fyrstur Evrópumanna.
- 9. desember - Franski flotinn lagði eyjuna Tobago í Karíbahafi undir sig og lagði hollenska virkið þar undir sig. Vopnabúr var sprengt upp sem innihélt byssupúður. Yfir 250 létust. Frakkar sukku 4 skipum Hollendinga þar að auki.
- 15. desember - Skánska stríðið: Svíar töpuðu borginni Stettin (Szczecin) fyrir Brandenborgurum.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Elias Ashmole gaf Oxford-háskóla náttúrufræðisafn sitt.
- Henry Purcell varð hirðtónskáld Karls 2.
- Antoni van Leeuwenhoek lýsti sæðisfrumum í smásjá.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 25. maí - Françoise-Marie de Bourbon, hertogaynja af Orléans (d. 1749).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Abu'l Abbas Ahmad 2. soldán yfir Marokkó (d. 1729).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 21. febrúar - Baruch Spinoza, hollenskur heimspekingur (f. 1632).
- 4. maí - Isaac Barrow, enskur stærðfræðingur (f. 1630).
- 11. september - James Harrington, enskur stjórnspekingur (f. 1611).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.2020.