Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022 eða HM 2022 verður haldið í Katar dagana 21. nóvember til 18. desember. Þetta verður heimsmeistarakeppni númer 22 og sú fyrsta sem haldin er í Miðausturlöndum og aðeins önnur sem fram fer í Asíu. Flestar fyrri keppnir hafa farið fram að sumarlagi en vegna þrúgandi hita á Arabíuskaga á þeim árstíma verður keppnin haldin að vetrarlagi. Valið á gestgjöfunum hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum mannréttindasamtökum.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Ákvörðunin um val á gestgjöfum á HM 2018 og HM 2022 fór fram samtímis á árunum 2009 og 2010. Í aðdraganda valsins ákvað FIFA að hverfa frá fyrri stefnu um að láta gestgjafahlutverkið ganga frá einni heimsálfu til annarrar. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að mótið skyldi ekki haldið í sömu álfu tvær keppnir í röð.

Alls stóðu þrettán þjóðir að samtals ellefu boðum. Tvær þeirra, Mexíkó og Indónesía drógu sig þó til baka áður en á hólminn var komið. Eftir stóðu England, Rússland, Ástralía, Bandaríkin, Katar, Suður-Kórea, Japan og sameiginleg boð Spánar og Portúgals annars vegar en Hollands og Belgíu hins vegar. Meðan á umsóknarferlinu stóð féllu öll löndin utan Evrópu frá því að falast eftir keppninni 2018. Því varð ljóst að umsóknirnar fjórar frá Evrópu myndu bítast sín á milli um það mót en hinar fimm um keppnina 2022.

Rússar unnu afgerandi sigur í kosningunni um keppnina 2018. Fengu níu atkvæði af 22 í fyrstu umferð og hreinan meirihluta, þrettán atkvæði í næstu umferð. Öllu óvæntara varð hins vegar að Katar hlaut ellefu atkvæði í fyrstu umferð í kosningunni um 2022. Suður-Kórea kom næst með fjögur atkvæði, þá Bandaríkin og Japan með þrjú hvort og Ástralir ráku lestina með aðeins eitt atkvæði. Í næstu umferð var Ástralía felld úr keppni. Katar fór úr ellefu atkvæðum í tíu. Bandaríkin og Japan með fimm atkvæði, en Japan féll úr leik með aðeins tvö atkvæði. Enn var gengið til atkvæða og í þriðju umferð fékk Katar ellefu atkvæði á ný á meðan Bandaríkin hlutu sex og Suður-Kórea fimm. Því þurfti að grípa til hreinnar úrslitakosningar þar sem Katar fékk fjórtán atkvæði gegn tíu atkvæðum Bandaríkjamanna.

Þessi niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu þar sem umsókn Katar var af mörgum talin langsótt í ljósi þess að landið er fámennt og ekki hátt skrifað í heimsknattspyrnunni. Ljóst var að alla leikvanga þyrfti að reisa frá grunni og mikil óvissa var um hvort unnt yrði að halda mótið á hefðbundnum leiktíma vegna veðurfars, þótt skipuleggjendur segðust bjartsýnir á að leysa mætti það með tæknilegum útfærslum. Þá gagnrýndu ýmis verkalýðs- og mannréttindasamtök staðarvalið harðlega og bentu á illa meðferð á farandverkafólki í landinu. Reiðibylgjan í kjölfar valsins átti sinn þátt í falli Sepp Blatter sem forseta FIFA, þótt sjálfur hefði hann í raun ekki verið sérstakur stuðningsmaður þess að mótið færi fram í Katar. Ítrekuðum kröfum um að FIFA endurskoðaði ákvörðun sína var ekki sinnt og fátt bendir til að ákall um sniðgöngu mótsins muni miklum árangri skila.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

32 þjóðir mæta til leiks frá fimm eða sex heimsálfum.

Leikvangar[breyta | breyta frumkóða]

Átta leikvangar í fimm borgum og bæjum verða notaðir á mótinu.

Lusail Al Khor Doha
Lusail Iconic leikvangurinn Al Bayt leikvangurinn Leikvangur 974 Al Thumama leikvangurinn
áh.: 80.000
áh.: 60.000 áh.: 40.000 áh.: 40.000
Lusail Iconic Stadium final render.jpg Al Bayt Stadium 02 crop.jpg Mynd:RAS ABU ABOUD STADIUM.png Mynd:Al Thumama Stadium Doha.jpg
Al Rayyan Al Wakrah
Education City leikvangurinn Ahmed bin Ali leikvangurinn Khalifa alþjóðaleikvangurinn Al Janoub leikvangurinn
áh.: 45.350 áh.: 44.740 áh.: 40.000 áh.: 40.000
Aerial view of Education City Stadium and Oxygen Park in Al Rayyan (Education City Stadium) crop.jpg Al-Rayan-Stadium-doha.jpg Khalifa Stadium, Doha, Brazil vs Argentina (2010).jpg Visita ao estádio de futebol Al Janoub.jpg

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Keppt verður í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fara í 16-liða úrslit.

Riðill 1[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Qatar.svg Katar 0 0 0 0 0 0 0 0
2 A2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 A3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 A4 0 0 0 0 0 0 0 0

21. nóvember - Al Bayt leikvangurinn, Al Khor

 • Flag of Qatar.svg Katar  : A2

21. nóvember -

 • A3  : A4

25. nóvember -

 • Flag of Qatar.svg Katar  : A3

25. nóvember -

 • A4  : A2

29. nóvember -

 • A4  : Flag of Qatar.svg Katar

29. nóvember -

 • A2  : A3

Riðill 2[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 B1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 B2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 B3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 B4 0 0 0 0 0 0 0 0

21. nóvember -

 • B1  : B2

21. nóvember -

 • B3  : B4

25. nóvember -

 • B1  : B3

25. nóvember -

 • B4  : B2

29. nóvember -

 • B4  : B1

29. nóvember -

 • B2  : B3

Riðill 3[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 C1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 C2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 C3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 C4 0 0 0 0 0 0 0 0

22. nóvember -

 • C1  : C2

22. nóvember -

 • C3  : C4

26. nóvember -

 • C1  : C3

26. nóvember -

 • C4  : C2

30. nóvember -

 • B4  : B1

30. nóvember -

 • C2  : C3

Riðill 4[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 D1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 D2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 D3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 D4 0 0 0 0 0 0 0 0

22. nóvember -

 • D1  : D2

22. nóvember -

 • D3  : D4

26. nóvember -

 • D1  : D3

26. nóvember -

 • D4  : D2

30. nóvember -

 • D4  : D1

30. nóvember -

 • D2  : D3

Riðill 5[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 E1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 E2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 E3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 E4 0 0 0 0 0 0 0 0

23. nóvember -

 • E1  : E2

23. nóvember -

 • E3  : E4

27. nóvember -

 • E1  : E3

27. nóvember -

 • E4  : E2

1. desember -

 • E4  : E1

1. desember -

 • E2  : E3

Riðill 6[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 F1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 F2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 F3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 F4 0 0 0 0 0 0 0 0

23. nóvember -

 • F1  : F2

23. nóvember -

 • F3  : F4

27. nóvember -

 • F1  : F3

27. nóvember -

 • F4  : F2

1. desember -

 • F4  : F1

1. desember -

 • F2  : F3

Riðill 7[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 G1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 G2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 G3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 G4 0 0 0 0 0 0 0 0

24. nóvember -

 • G1  : G2

24. nóvember -

 • G3  : G4

28. nóvember -

 • G1  : G3

28. nóvember -

 • G4  : G2

2. desember -

 • G4  : G1

2. desember -

 • G2  : G3

Riðill 8[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 H1 0 0 0 0 0 0 0 0
2 H2 0 0 0 0 0 0 0 0
3 H3 0 0 0 0 0 0 0 0
4 H4 0 0 0 0 0 0 0 0

24. nóvember -

 • H1  : H2

24. nóvember -

 • H3  : H4

28. nóvember -

 • H1  : H3

28. nóvember -

 • H4  : H2

2. desember -

 • H4  : H1

2. desember -

 • H2  : H3