Alþýðulýðveldið Kína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alþýðulýðveldið Kína
中华人民共和国
Zhōnghuá Rénmín Gònghéguó
Fáni Kína Skjaldamerki Kína
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Mars sjálfboðaliðanna
Staðsetning Kína
Höfuðborg Beijing
Opinbert tungumál Kínverska
Stjórnarfar Flokksræði
Xi Jinping
Li Keqiang
Sjálfstæði
 - Stofnun 1. október 1949 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
4. sæti
9.640.821 km²
2,8
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
1. sæti
1.347.350.000
139,6/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
11.299.000 millj. dala (2. sæti)
8.382 dalir (91. sæti)
VÞL (2011) Dark Green Arrow Up.svg 0.663 (89. sæti)
Gjaldmiðill Renminbi (yuan)
Tímabelti UTC +8
Þjóðarlén .cn
Landsnúmer 86

Alþýðulýðveldið Kína (kínverska: 中国; pinyin: Zhōngguó) nær yfir megnið af því svæði sem í menningarlegu, landfræðilegu og sögulegu samhengi hefur verið kallað Kína. Allt frá stofnun þess árið 1949 hefur ríkið verið undir stjórn Kommúnistaflokks Kína. Það er fjölmennasta ríki veraldar með yfir 1,4 milljarða íbúa sem flestir teljast til hankínverja. Það er stærsta ríki Austur-Asíu að flatarmáli og það fjórða stærsta í heiminum. Ríkið á landamæri að fjórtán ríkjum: Afganistan, Bútan, Indlandi, Kasakstan, Kirgistan, Laos, Mongólíu, Búrma, Nepal, Norður-Kóreu, Pakistan, Rússlandi, Tadsjikistan og Víetnam. Höfuðborgin er Beijing.

Alþýðulýðveldið gerir tilkall til Tævan og nærliggjandi eyja sem í raun lúta þó stjórn Lýðveldisins Kína. Hugtakið „meginland Kína“ er stundum notað til að lýsa Alþýðulýðveldinu og þá eru Hong Kong og Maká yfirleitt ekki talin með sökum sérstöðu þeirra. Einnig gengur þessi hluti Kína undir nafninu „Rauða Kína“, yfirleitt á meðal andstæðinga eða gagnrýnenda þess. Þar sem Alþýðulýðveldið ræður yfir yfirgnæfandi meirihluta sögulegs landsvæðis Kínverja er það í daglegu tali yfirleitt einfaldlega kallað Kína og Lýðveldið Kína einfaldlega Taívan.

Í Kína er það opinber stefna að takmarka fjölda fæddra barna við eitt barn fyrir hverja fjölskyldu til þess að draga úr fólksfjölgun. Talið er að um 400 milljónir færri hafi fæðst en ella vegna stefnunnar.[1]

Héruð[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Héruð Kína

Héruð alþýðulýðveldisins eru 33 talsins (Tævan ekki meðtalið). Þau eru:

Anhui Beijing Chongqing Fujian Gansu
Guangdong Guangxi Guizhou Hainan Heibei
Heilongjiang Henan Hong Kong Hubei Hunan
Innri Mongólía Jiangsu Jiangxi Jilin Liaoning
Makaó Ningxia Qinghai Shaanxi Shandong
Sjanghæ Shanxi Shinjang Sesúan Tianjin
Tíbet Yunnan Zheijiang

Stærstu borgir[breyta | breyta frumkóða]

Borgarvæðing hefur aukist samhliða auknum íbúafjölda og efnahagsuppgangi. Erfitt getur verið að ákvarða íbúafjölda borga, bæði vegna ákvörðunar borgarmarka (sbr. Chongqing sem er bæði sveitarfélag og stórt hérað) og vegna stöðugs straums farandverkafólks til stærri borga. Eftirfarandi listi sýnir nokkrar stærstu borgirnar eftir áætluðum íbúafjölda innan borgarmarka og innan stjórnsýslueiningar til samanburðar.

Borg Íbúafjöldi (innan þéttbýlis) Stjórnsýslustig Íbúafjöldi (stjórnsýslustig)
Sjanghæ 15.550.000 (2007) hérað 19.000.000 (2008)
Beijing 13.133.000 (2007) hérað 17.430.000 (2007)
Guangzhou 11.045.800 (2007) Sveitarfélag 15.000.000 (2007)
Shenzhen 8.464.300 (2006) Sýsla 13.300.000 (2007)
Hong Kong 6.985.200 (2006) Sérstjórnarhérað 6.985.200 (2006)
Dongguan 6.450.000 (2007) Sýsla
Tianjin 5.190.000 hérað 11.500.000 (2007)
Chongqing 5.087.197 hérað 31.442.300 (2007)
Wuhan 4.890.000 Sveitarfélag 9.400.000 (2007)
Harbin 4.754.753 Sveitarfélag 9.873.742 (2007)
Shenyang 4.420.000 Sveitarfélag 7.500.000 (2007)
Chengdu 3.750.000 Sveitarfélag 11.300.000 (2007)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]