Forsætisráðherra Bretlands
Forsætisráðherra Bretlands er í raun stjórnmálaleiðtogi Sameinaða konungdæmisins (e. United Kingdom). Hann kemur fram sem höfuð ríkisstjórnar hans hátignar, konungsins, og er í raun sameiningarafl bresku ríkisstjórnarinnar. Sem slíkur hefur hann á hendi þau svið framkvæmdavaldsins, sem oft eru kölluð konunglegur einkaréttur (e. royal prerogative). Samkvæmt venju ber forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans ábyrgð gagnvart þinginu, en ráðherrarnir eiga sæti þar.
Forsætisráðherra Bretlands á heima í Downingstræti 10.