Tonga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pule'anga Fakatu'i 'o Tonga
Kingdom of Tonga
Fáni Tonga Skjaldarmerki Tonga
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Ko e Otua mo Tonga ko hoku tofi'a
(tongverska: Guð og tonga eru mín arfleifð)
Þjóðsöngur:
Koe Fasi Oe Tu'i Oe Otu Tonga
Staðsetning Tonga
Höfuðborg Núkúalófa
Opinbert tungumál tongíska og enska
Stjórnarfar Þn. konungsstjórn

konungur
forsætisráðherra
Tupou VI
Pohiva Tuʻiʻonetoa
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
171. sæti
747 km²
4
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
177. sæti
104.000
139/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 - Samtals 755 millj. dala (180. sæti)
 - Á mann 7.430 dalir (78. sæti)
Gjaldmiðill panga (TOP)
Tímabelti UTC+13
Þjóðarlén .to
Landsnúmer 676

Konungsríkið Tonga (eða Vináttueyjar) er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Eyjarnar eru 169 talsins og þar af 96 byggðar. Tonga hefur aldrei verið nýlenda en var breskt verndarríki frá 1900 til 1970.

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]

Rúbbí er þjóðaríþrótt Tongabúa og hefur landslið Tonga sex sinnum komist í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í greininni frá árinu 1987. Bestur var árangurinn árin 2007 og 2011 þegar Tonga vann tvær af fjórum viðureignum sínum í riðlakeppninni en komst í hvorugt skiptið áfram.

Greinar sem sverja sig í ætt við rúbbí njóta margar hverjar vinsælda á Tonga. Má þar nefna ástralskan fótbolta, ellefu manna rúbbí (rugby league) og bandarískan ruðning, en íþróttamenn frá Tonga hafa keppt í NFL-deildinni.

Mikil hefð er fyrir bardagaíþróttum á Tonga. Súmóglíma, júdó og hnefaleikar eru allt dæmi um það.

Tonga sendi fyrst keppendur á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og hefur tekið þátt síðan. Í Atlanta 1996 vann landið til sinna fyrstu og einu verðlauna þegar hnefaleikakappinn Paea Wolfgramm fékk silfurverðlaun í hnefaleikum. Hann hóf í kjölfarið atvinnumannaferil með takmörkuðum árangri. Á vetrarólympíuleikunum 2014 og 2018 tefldi Tonga fram einum keppanda, í sleðabruni. Þátttaka hans varð harðlega gagnrýnd, þar sem hann breytti nafni sínu í Bruno Banani fyrir leikana í samræmi við nafn aðalstyrktaraðila hans, nærfataframleiðanda frá Þýskalandi.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.