Fara í innihald

Sendiherra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harry Schwarz, sendiherra Suður-Afríku, afhendir George H. W. Bush Bandaríkjaforseta erindisbréf sitt 1991.

Sendiherra er ríkiserindreki sem kemur fram sem fulltrúi eins lands í öðru landi eða hjá alþjóðastofnun. Yfirleitt er sendiherra skipaður við tiltekið sendiráð í öðru landi með umboð fyrir ákveðið landsvæði. Á því landsvæði nýtur hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins friðhelgi. Þess er krafist þegar nýr sendiherra tekur til starfa að hann afhendi þjóðhöfðingja í ríkinu þar sem hann á að starfa erindisbréf sitt. Sendiherrar, eða ígildi þeirra, eru sendir til allra landa sem viðkomandi land á í stjórnmálasambandi við.

Fyrir tíma nútímafjarskipta gátu sendiherrar haft mjög mikil völd en nú eru þeir yfirleitt aðeins talsmenn utanríkisráðuneytis ríkisins sem þeir starfa fyrir.

Í Samveldi sjálfstæðra ríkja nefnast sendifulltrúar sem fara milli landa innan samveldisins samveldisfulltrúar (enska: high commissioner). Sendifulltrúar páfagarðs nefnast postullegir erindrekar (latína: nuntius).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.