Örn Steinsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Örn Steinsen (11. janúar 19401. júlí 2022) var íslenskur knattspyrnumaður, íþróttaþjálfari og framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá 2000 til 2007.

Örn ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk ungur til liðs við KR. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með meistaraflokksliði félagsins, þrátt fyrir að leggja skóna á hilluna aðeins 24 ára gamall. Hann nam við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og sinnti þjálfun samhliða störfum sínum sem einkum voru í ferðageiranum.

Örn þjálfaði meistaraflokk Fram sumarið 1969 og KR árin 1971-72. Hann var jafnframt meðal stofnenda Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.[1]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]