Fara í innihald

Léttlestin í Óðinsvéum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Léttlestarvagn í Óðinsvéum.

Léttlestin í Óðinsvéum (danska: Odense Letbane) er léttlestarkerfi í Óðinsvéum í Danmörku. Fyrsti hluti kerfisins hóf starfsemi 28. maí 2022. Fyrsta línan er 14,5 km löng og fer um 26 biðstöðvar, á milli Taarup í norðvesturhlutanum, að Hjallese í suðurhlutanum. Lestirnar eru af gerðinni Stadler Variobahn. Kostnaður við línuna var áætlaður 3,3 milljarðar danskra króna árið 2017, og áætlaður farþegafjöldi er 34.000 á dag.

Áætlað er að önnur línan verði 7,8 km og muni kosta 1,9 milljarða. Ekki hefur verið gengið frá fjármögnun hennar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.