Katalin Novák

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katalin Novák
Katalin Novák árið 2017.
Forseti Ungverjalands
Núverandi
Tók við embætti
10. maí 2022
ForsætisráðherraViktor Orbán
ForveriJános Áder
Persónulegar upplýsingar
Fædd6. september 1977 (1977-09-06) (46 ára)
Szeged, Ungverjalandi
StjórnmálaflokkurFidesz
MakiIstván Attila Veres
Börn3
HáskóliCorvinus-háskólinn í Búdapest (MSc)
Háskólinn í Szeged (J.D.)
StarfStjórnmálamaður

Katalin Éva Novák[1] (f. 6. september 1977) er ungversk stjórnmálakona og núverandi forseti Ungverjalands. Hún var kjörin árið 2022 og er bæði fyrsti kvenforseti landsins og yngsti forseti í sögu Ungverjalands. Novák er meðlimur í íhaldsflokknum Fidesz og sat á ungverska þinginu frá 2018 til 2022. Hún var jafnframt fjölskyldumálaráðherra í fjórðu ríkisstjórn Viktors Orbán frá 2020 til 2021.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Novák lauk gagnfræðanámi við Ságvári Endre-gagnfræðiskólann árið 1996 og nam síðan hagfræði við Corvinus-háskólann í Búdapest og lögfræði við Háskólann í Szeged. Á námsárum sínum gekk hún einnig í París Nanterre-háskóla. Auk ungversku talar Novák frönsku, ensku og þýsku.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Novák hóf störf við ungverska utanríkisráðuneytið árið 2001 og sérhæfði sig í málefnum Evrópu og Evrópusambandsins. Árið 2010 varð hún ráðherraráðgjafi og árið 2012 var hún útnefnd ráðuneytisstjóri mannauðsráðuneytisins.[2]

Árið 2014 varð Novák ríkisritari í fjölskyldu- og ungmennamálum við mannauðsráðuneytið. Hún varð fjölskyldumálaráðherra í október 2020 og hélt því ráðuneyti til desember 2021.

Novák var varaforseti Fidesz frá 2017 til 2021.[3]

Þann 21. desember 2021 tilkynnti Viktor Orbán forsætisráðherra að hann hygðist tilnefna Novák til embættis forseta Ungverjalands í forsetakosningum landsins árið 2022.[4] Þann 10. mars 2022 vann Novák með 137 af 188 atkvæðum á ungverska þinginu.[5]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Katalin Novák er gift og á þrjú börn. Eiginmaður hennar er hagfræðingurinn István Veres, framkvæmdastjóri fjármálamarkaðar og gjaldeyrismarkaðsstofnunar Landsbanka Ungverjalands.[6] Hún er meðlimur í ungversku mótmælendakirkjunni.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „EMMI vezetők elérhetősége“ (PDF). Magyarország Kormánya (ungverska). bls. 8. Afrit (PDF) af uppruna á 26. maí 2021. Sótt 20. mars 2021.
  2. 2,0 2,1 „Biography“ (PDF). Parliament. Afrit (PDF) af uppruna á 30. september 2021. Sótt 29. júlí 2018.
  3. Csuhaj, Ildikó (5. október 2021). „Novák Katalin bejelentette: Nem indul a Fidesz alelnöki posztjáért“. ATV (ungverska). Afrit af uppruna á 14. maí 2022. Sótt 10. mars 2022.
  4. Tóth-Szenesi, Attila (21. desember 2021). „Novák Katalin lesz a Fidesz államfőjelöltje“. Telex (ungverska). Afrit af uppruna á 22. desember 2021. Sótt 21. desember 2021.
  5. 'Nejdůležitější jsou pro mě rodiny a děti.' Maďarsko má novou prezidentku Katalin Novákovou“. iROZHLAS (tékkneska). Afrit af uppruna á 21. apríl 2022. Sótt 10. mars 2022.
  6. „The President's husband – Hungary gets its first ever first gentleman“. Telex.hu. 12. maí 2022. Afrit af uppruna á 12. maí 2022. Sótt 12. maí 2022.
  7. „Curriculum Vitae | Köztársaság“.


Fyrirrennari:
János Áder
Forseti Ungverjalands
(10. maí 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti