Katalin Novák
Katalin Novák | |
---|---|
Forseti Ungverjalands | |
Í embætti 10. maí 2022 – 26. febrúar 2024 | |
Forsætisráðherra | Viktor Orbán |
Forveri | János Áder |
Eftirmaður | László Kövér (starfandi) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 6. september 1977 Szeged, Ungverjalandi |
Stjórnmálaflokkur | Fidesz |
Maki | István Attila Veres |
Börn | 3 |
Háskóli | Corvinus-háskólinn í Búdapest (MSc) Háskólinn í Szeged (J.D.) |
Starf | Stjórnmálamaður |
Katalin Éva Novák[1] (f. 6. september 1977) er ungversk stjórnmálakona og fyrrverandi forseti Ungverjalands. Hún var kjörin árið 2022 og er bæði fyrsti kvenforseti landsins og yngsti forseti í sögu Ungverjalands. Novák er meðlimur í íhaldsflokknum Fidesz og sat á ungverska þinginu frá 2018 til 2022. Hún var jafnframt fjölskyldumálaráðherra í fjórðu ríkisstjórn Viktors Orbán frá 2020 til 2021.
Novák sagði af sér sem forseti í febrúar 2024 vegna gagnrýni í kjölfar þess að hún hafði náðað mann sem hafði verið dæmdur fyrir að hylma yfir barnaníð.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Novák lauk gagnfræðanámi við Ságvári Endre-gagnfræðiskólann árið 1996 og nam síðan hagfræði við Corvinus-háskólann í Búdapest og lögfræði við Háskólann í Szeged. Á námsárum sínum gekk hún einnig í París Nanterre-háskóla. Auk ungversku talar Novák frönsku, ensku og þýsku.[2]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Novák hóf störf við ungverska utanríkisráðuneytið árið 2001 og sérhæfði sig í málefnum Evrópu og Evrópusambandsins. Árið 2010 varð hún ráðherraráðgjafi og árið 2012 var hún útnefnd ráðuneytisstjóri mannauðsráðuneytisins.[2]
Árið 2014 varð Novák ríkisritari í fjölskyldu- og ungmennamálum við mannauðsráðuneytið. Hún varð fjölskyldumálaráðherra í október 2020 og hélt því ráðuneyti til desember 2021.
Novák var varaforseti Fidesz frá 2017 til 2021.[3]
Þann 21. desember 2021 tilkynnti Viktor Orbán forsætisráðherra að hann hygðist tilnefna Novák til embættis forseta Ungverjalands í forsetakosningum landsins árið 2022.[4] Þann 10. mars 2022 vann Novák með 137 af 188 atkvæðum á ungverska þinginu.[5]
Novák tilkynnti þann 10. febrúar 2024 að hún hygðist segja af sér sem forseti Ungverjalands. Afsögn hennar kom í kjölfar þess að upplýst var um að hún hafði náðað mann sem hafði árið 2018 verið dæmdur fyrir að þrýsta á þolendur kynferðisbrota að draga ásakanir sínar til baka. Maðurinn sem hlaut náðunina hafði verið næstráðandi á ríkisreknu barnaheimili en sá sem var ásakaður um kynferðisbrotin var formaður þess.[6]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Katalin Novák er gift og á þrjú börn. Eiginmaður hennar er hagfræðingurinn István Veres, framkvæmdastjóri fjármálamarkaðar og gjaldeyrismarkaðsstofnunar Landsbanka Ungverjalands.[7] Hún er meðlimur í ungversku mótmælendakirkjunni.[8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „EMMI vezetők elérhetősége“ (PDF). Magyarország Kormánya (ungverska). bls. 8. Afrit (PDF) af uppruna á 26. maí 2021. Sótt 20. mars 2021.
- ↑ 2,0 2,1 „Biography“ (PDF). Parliament. Afrit (PDF) af uppruna á 30. september 2021. Sótt 29. júlí 2018.
- ↑ Csuhaj, Ildikó (5. október 2021). „Novák Katalin bejelentette: Nem indul a Fidesz alelnöki posztjáért“. ATV (ungverska). Afrit af uppruna á 14. maí 2022. Sótt 10. mars 2022.
- ↑ Tóth-Szenesi, Attila (21. desember 2021). „Novák Katalin lesz a Fidesz államfőjelöltje“. Telex (ungverska). Afrit af uppruna á 22. desember 2021. Sótt 21. desember 2021.
- ↑ „'Nejdůležitější jsou pro mě rodiny a děti.' Maďarsko má novou prezidentku Katalin Novákovou“. iROZHLAS (tékkneska). Afrit af uppruna á 21. apríl 2022. Sótt 10. mars 2022.
- ↑ Freyr Rögnvaldsson (11. febrúar 2024). „Forseti Ungverjalands segir af sér“. Samstöðin. Sótt 11. febrúar 2024.
- ↑ „The President's husband – Hungary gets its first ever first gentleman“. Telex.hu. 12. maí 2022. Afrit af uppruna á 12. maí 2022. Sótt 12. maí 2022.
- ↑ „Curriculum Vitae | Köztársaság“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. maí 2022. Sótt 11. júní 2022.
Fyrirrennari: János Áder |
|
Eftirmaður: László Kövér (starfandi) |