Fara í innihald

Memorial

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Memorial
Мемориал
Stofnun28. janúar 1989; fyrir 35 árum (1989-01-28)
GerðÓháð samtök, mannréttindasamtök
Lögfræðileg staðaBönnuð með lögum (2021)
HöfuðstöðvarMoskvu, Rússlandi
LykilmennAndrej Sakharov (1921–1989), Arseníj Rogínskíj (1947–2017), Sergej Kovalev (1930–2021)
Vefsíðamemo.ru
VerðlaunNansen-verðlaunin (2004)
Sakharov-verðlaunin (2009)
Friðarverðlaun Nóbels (2022)

Memorial (rússneska: Мемориал) eru alþjóðleg mannréttindasamtök sem voru starfræk í Rússlandi. Samtökin voru stofnuð í Sovétríkjunum á níunda áratugnum til þess að halda utan um og kortleggja pólitíska kúgun, meðal annars með því að safna saman listum yfir fólk sem hafði verið sent í gúlagið eða tekið af lífi í hreinsununum miklu. Eftir upplausn Sovétríkjanna hafa samtökin verið leiðandi í mannréttindabaráttu í rússneska sambandsríkinu.[1]

Samtökin hafa á síðari árum ítrekað orðið fyrir árásum og skemmdarverkum. Árið 2009 var meðlimi samtakanna, Natalíu Estemírovu, rænt frá heimili sínu í Grosní og hún fannst síðar myrt í Ingúsetíu.[2] Árið 2018 var forstöðumaður Memorial, Ojúb Títíjev, handtekinn fyrir vörslu fíkniefna en stuðningsmenn hans héldu því fram að efnunum hefði verið komið fyrir á honum og hann hafður fyrir rangri sök. Seinna á sama ári var kveikt í skrifstofu samtakanna í Ingúsetíu.[3]

Þann 28. desember 2021 dæmdi Hæstiréttur Rússlands Memorial til að hætta starfsemi sinni fyrir að brjóta gegn lögum um starfsemi útsendara erlendra aðila í Rússlandi.[4] Daginn eftir var systursamtökum Memorial, Memorial-mannréttindamiðstöðinni, einnig gert að leggja niður starfsemi. Samtökin höfðu verið lagalega skilgreind af stjórnvöldum sem útsendarar erlendra aðila frá árinu 2014, sem erfiðaði starfsemi þeirra verulega. Krafan um lokun Memorial-mannréttindamiðstöðvarinnar byggðist einnig á stuðningi þeirra við réttindi Votta Jehóva í Rússlandi, sem skilgreindir eru sem öfgahópur þar í landi.[5] Þegar Memorial var gert að hætta starfsemi voru samtökin elstu mannréttindasamtök í landinu.

Memorial-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022 ásamt hvítrússneska mannréttindafrömuðinum Ales Bjaljatskí og úkraínsku mannréttindasamtökunum Miðstöð borgaralegs frelsis fyrir að sýna fram á mik­il­vægi þess að halda gagn­rýni á vald­hafa á lofti og vernda grund­vall­ar­rétt­indi borg­ara og fyrir viðleitni sína til að að skrá­setja stríðsglæpi, valdníðslu og mann­rétt­inda­brot.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Dagný Hulda Erlendsdóttir (28. desember 2021). „Mannréttindasamtökum í Rússlandi gert að hætta“. RÚV. Sótt 29. desember 2021.
  2. Kolbeinn Þorsteinsson (21. júlí 2009). „Mannréttindafólk myrt“. Dagblaðið Vísir. bls. 12.
  3. „Kveiktu í skrifstofu mannréttindasamtaka“. mbl.is. 17. janúar 2018. Sótt 29. desember 2021.
  4. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (28. desember 2021). „Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi“. Vísir. Sótt 29. desember 2021.
  5. Samúel Karl Ólason (29. desember 2021). „Öðrum mann­rétt­ind­a­sam­tök­um gert að hætt­a í Rúss­land­i“. Vísir. Sótt 29. desember 2021.
  6. „Hljóta friðarverðlaun Nóbels“. mbl.is. 7. október 2022. Sótt 7. október 2022.
  Þessi Rússlandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.