X (samfélagsmiðill)
Vefslóð | x.com/ |
---|---|
Gerð | Samfélagsmiðill |
Tungumál | Fjölmála |
Eigandi | Odeo (Mars–Október 2006)
Obvious Corporation (2006–2007) Twitter, Inc. (2007–2023) X Corp. (2023–) |
Stofnað af | Jack Dorsey, Noah Glass, Biz Stone, Evan Williams |
Hleypt af stokkunum | 21. mars 2006 |
X, áður kallað Twitter, er samfélagsmiðill, örbloggskerfi og netsamfélag. Hægt er að senda inn 280 stafa færslur (upphaflegt hámark 140 stafir var svo kæmist fyrir í SMS). Twitter er samfélagsmiðill, nú orðinn einn sá stærsti, stofnaður í mars 2006 af Jack Dorsey, Noah Glass, Biz Stone, og Evan Williams. Upphaflega hugmyndin var að notendur gætu bloggað á Twitter með smáskilaboðum (SMS-skilaboðum) úr farsímum.
Þann 27. október 2022 keypti Elon Musk fyrirtækið fyrir 44 milljarða bandaríkjadala (tók af hlutabréfamarkaði),[1][2] og varð sjálfur forstjóri þess. Elon hafði áður hætt við fyrirhuguð kaup vegna ónógra upplýsinga um falsreikninga hjá fyrirtækinu. En eftir nokkurra mánaða þref við fyrri eigendur, sem höfðu stefnt honum fyrir samningsbrot, gengu kaupin þó í gegn. Hann rak þá yfirmenn fyrirtækisins,[3] og í kjölfarið breyti mörgu varðandi Twitter, sagði t.d. upp um helmingi starfsmanna (að sögn til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti), og breytti reglum og hætti t.d. að framfylgja sumum, s.s. að merkja færslur sem tengdust kórónufaraldrinum. Hann tilkynnti í desember 2022 að hann myndi fara frá sem forstjóri, en myndi þó enn vera yfir hugbúnaðargerð fyrirtækisins. Í júlí árið 2023 breytti Elon nafni samfélagsmiðilsins í X, sem að fékk mikla gagnrýni frá notendum. Í september árið 2023 tilkynnti Musk áform sín um að rukka notendur samfélagsmiðilsins til þess að nota miðilinn.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Elon Musk buys Twitter: How will the platform change?“. BBC News (bresk enska). 26. apríl 2022. Sótt 26. apríl 2022.
- ↑ „Elon Musk strikes deal to buy Twitter for $44bn“. BBC News (bresk enska). 26. apríl 2022. Sótt 26. apríl 2022.
- ↑ Musk orðinn eigandi Twitter og búinn að reka yfirmenn RÚV, sótt 28. október 2022