Fara í innihald

Bjarni Tryggvason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjarni Tryggvason

Bjarni Tryggvason (fæddur 21. september 1945, látinn 5. apríl 2022) var kanadískur geimfari af íslenskum ættum. Hann fæddist í Reykjavík, á Íslandi en bjó í Vancouver, Kanada. Hann fluttist til Kanada 7 ára gamall með foreldrum sínum. Hann er eðlisverkfræðingur að mennt og fór í 12 daga geimferð árið 1997. Í þeirri ferð voru gerðar rannsóknir á breytingum á lofthjúpi jarðar. Hann var fyrsti geimfarinn sem ættaður var frá Norðurlöndunum. Bjarni eignaðist tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.