Bólivía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fjölþjóðaríkið Bólivía
Estado Plurinacional de Bolivia (spænska)
Buliwya Mamallaqta ([[]])
Wuliwya Suyu ([[]])
Tetã Volívia ([[]])
Fáni Bólivíu Skjaldamerki Bólivíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„¡La unión es la fuerza!“ (spænska)
„Samheldni er styrkur!“
Þjóðsöngur:
Bolivianos, el hado propicio
Staðsetning Bólivíu
Höfuðborg Súkre (löggjafavald og dómsvald) La Paz (aðsetur stjórnar)
Opinbert tungumál spænska, quechua, aymara og guaraní, ásamt 33 öðrum frumbyggjamálum
Stjórnarfar lýðveldi
Evo Morales
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
27. sæti
1.098.581 km²
1,29
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
86. sæti
10.631.486
10/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
25.892 millj. dala (103. sæti)
3.049 dalir (126. sæti)
Gjaldmiðill Bólivíani (BOB)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .bo
Landsnúmer 591
Uyuni

Bólivía er landlukt land í Suður-Ameríku með landamæriBrasilíu í norðri og austri, Paragvæ og Argentínu í suðri, og Síle og Perú í vestri. Landið var hluti af veldi Inka þar til Spánverjar lögðu það undir sig 1525. Eftir það var Bólivía kölluð Efri Perú og heyrði undir spænska landstjórann í Líma þar til landið lýsti yfir sjálfstæði 1809. En árið 1825 var lýðveldið Bólivía stofnað en nafn landsins er í höfuðið á Símoni Bólívar.

Bólivía framleiðir um 80% af heimsframleiðslu brasilíuhnetna.

Saga Bólivíu[breyta | breyta frumkóða]

Vatnsstríðin í Cochabamba[breyta | breyta frumkóða]

Cochabamba mótmælin árið 2000, einnig þekkt sem Cochabamba vatnstríðsin, var röð af mótmælum sem áttu sér stað í Cochabamba, þriðju stærstu borg Bólivíu, frá desember 1999 til apríl 2000 til að bregðast við einkavæðingu á vatni borgarinnar til fyrirtækisins Semapa. Þá ákvaðu stjórnvöld að gefa einkaaðilum einkarétt á vatnsbólum og læstu brunnum í þorpunum svo fólk kæmist ekki í þá. Erlend fjáfestingarfélög höfðu beytt miklum þrýsting til að hækka vatnsverð vegna framkvæmda sem þau höfðu ráðist í við byggingu á stíflum. Það var til þess að upp gaus mikil reiði á meðal almennings sem fékk ekki nóg af vatni. Þegar þetta gerðist lýsti ríkistjórn Bólivíu yfir herlögum og handtók og lét drepa nokkra mótmælendur. Einnig voru útsendingar útvarpsstöðva stoppaðar. Mótmælin voru aðalega skipulögð af Coordinadora samtökunum til að verja aðgang fólks að vatni. Tugir þúsunda manna sem börðust við lögreglu. eftir nokkurn tíma og mikin þrýsting frá borgurunum var einkavæðing vatnsréttindanna tekin af aftur þann 10 apríl árið 2000 þegar stjórnvöld komust að samkomulagi við Coordinadora.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.