Hrafn Jökulsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrafn Jökulsson (1. nóvember 196517. september 2022) var íslenskur rithöfundur, ritstjóri og aðgerðasinni. Hann hóf störf sem blaðamaður á Tímanum 15 ára og varð ritstjóri Alþýðublaðsins árið 1994.[1] Árið 1996 varð hann ritstjóri tímaritsins Mannlífs. Fyrsta ljóðabók hans, Síðustu ljóð, kom út árið 1988 og sama ár kom út sagnfræðiritið Íslenskir nasistar sem hann skrifaði ásamt bróður sínum, Illuga Jökulssyni. Árið eftir kom út annað sagnfræðirit um hernámsárin, Ástandið: Mannlíf á hernámsárunum. Árið 1991 kom út ljóðabókin Húsinu fylgdu tveir kettir og 1993 kom út Þegar hendur okkar snertast. Árið 1998 átti hann þátt í stofnun skákfélagsins Hróksins[2] sem næstu ár stóð fyrir fjölda skákviðburða og hélt taflnámskeið og skákmót á Austur-Grænlandi. Árið 2000 gaf hann út helming ljóðabókar á móti Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Stiginn til himna: Ljóð handa Evu. Árið 2007 kom svo út þekktasta bók hans, Þar sem vegurinn endar, sjálfsævisöguleg bók um Árneshrepp á Ströndum. Hrafn var varaþingmaður Alþýðuflokksins í október 1995.[3]

Hrafn lést eftir stutta baráttu við krabbamein árið 2022.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hrafn Jökulsson“. www.mbl.is. Sótt 16. febrúar 2023.
  2. „Hrafn Jökulsson gefur allar bækur sínar fyrir málstaðinn“. www.mbl.is. Sótt 16. febrúar 2023.
  3. „Hrafn Jökulsson“. Alþingi. Sótt 16. febrúar 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.