Fara í innihald

Ízjúm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upprisukirkjan í Izjúm.

Ízjúm (úkraínska: Ізюм) er borg í Kharkív-oblast í austur-Úkraínu við fljótið Donets. Hún er um 120 km suðaustur af borginni Kharkív. Íbúar voru um 46.000 árið 2021.

Í innrás Rússa í Úkraínu 2022 héldu Rússar borginni frá apríl fram í september þegar gagnsókn Úkraínumanna frelsaði borgina. Þá komu í ljós fjöldagrafir hundruða manna sem Rússar höfðu tekið af lífi.