Fara í innihald

Yair Lapid

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yair Lapid
יאיר לפיד
Yair Lapid árið 2022.
Forsætisráðherra Ísraels
Í embætti
1. júlí 2022 – 29. desember 2022
ForsetiIsaac Herzog
ForveriNaftali Bennett
EftirmaðurBenjamin Netanyahu
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. nóvember 1963 (1963-11-05) (60 ára)
Tel Avív, Ísrael
ÞjóðerniÍsraelskur
StjórnmálaflokkurYesh Atid
MakiLihi Lapid
TrúarbrögðGyðingdómur
Börn3

Yair Lapid (f. 5. nóvember 1963) er ísraelskur stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður sem var forsætisráðherra Ísraels frá 1. júlí til 29. desember 2022. Hann var áður varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra frá 2021 til 2022. Lapid er formaður miðjuflokksins Yesh Atid og var áður leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá 2020 til 2021 og fjármálaráðherra frá 2013 til 2014.[1]

Áður en Lapid hóf þátttöku í stjórnmálum árið 2012 var hann rithöfundur, sjónvarpskynnir og fréttamaður. Yesh Atid, sem Lapid stofnaði, varð næststærsti flokkur á Knesset-þinginu með 19 þingsæti í fyrstu kosningum sínum árið 2013. Með þessum niðurstöðum varð Lapid einn helsti leiðtogi miðjumanna í ísraelskum stjórnmálum.

Frá 2013 til 2014 var Lapid fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamins Netanyahu eftir að Yesh Atid gekk í samsteypustjórn ásamt Likud-flokknum. Árið 2013 var Lapid í fyrsta sæti á lista The Jerusalem Post yfir áhrifamestu Gyðinga í heimi.[2] Sama ár hlaut hann einnig viðurkenningu sem einn helsti hugsuður í utanríkisstefnu á heimsvísu[3] og komst á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heimi.[4] Hann situr í utanríkis- og varnarmálanefnd Knesset-þingsins og undirnefnd upplýsinga- og öryggismála.[5]

Þann 17. maí 2020 varð Lapid leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir að 35. ríkisstjórn Ísraels hóf störf.[6] Þann 5. maí 2021 hóf hann viðræður við aðra flokka til að reyna að stofna samsteypustjórn.[7] Þann 2. júní tilkynnti Lapid Reuven Rivlin forseta að hann hefði komist að samkomulagi um stjórnarmyndun ásamt Naftali Bennett, sem myndi taka við forsætisráðherraembættinu af Netanyahu.[8] Nýja ríkisstjórnin tók embættiseið þann 13. júní 2021.[9]

Lapid varð forsætisráðherra Ísraels þann 1. júlí 2022 eftir að Bennett tilkynnti að hann hygðist leysa upp þing og stíga til hliðar úr forsætisráðherraembættinu. Lapid gegndi embætti forsætisráðherra fram að nýjum kosningum í nóvember 2022.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Dreams of the father guide Yair Lapid as he eyes Israel's premiership“. France 24. 1. júní 2021. Sótt 3. júní 2021.
  2. Jerusalem Post staff (4. maí 2013). „Top 50 most influential Jews 2013: Places 1–10“. The Jerusalem Post. Sótt 5. ágúst 2013.
  3. „Yair Lapid – For appealing to Israel's political center“. Foreign Policy. Sótt 24. júní 2018.
  4. Vick, Karl. „The 2013 TIME 100“. Time (bandarísk enska). ISSN 0040-781X. Sótt 24. júní 2018.
  5. roni. „Yair Lapid“ (bresk enska). Sótt 24. júní 2018.
  6. Magid, Jacob (17. maí 2020). „Lapid predicts 'crooked' new government will fall quickly“ (bresk enska). Sótt 17. maí 2020.
  7. Hoffman, Gil (5. maí 2021). „Lapid, Bennett hope to form government within a week“. The Jerusalem Post. Sótt 5. maí 2021.
  8. Hoffman, Gil (3. júní 2021). „Lapid tells Rivlin: I have succeeded in forming coalition with Bennett“. The Jerusalem Post (bandarísk enska). Sótt 22. júní 2022.
  9. Lieber, Dov (13. júní 2021). „Israel Gets New Government to End Netanyahu's 12-Year Rule“. The Wall Street Journal. Sótt 15. júní 2021.
  10. Estrin, Daniel (20. júní 2022). „Israel's prime minister is stepping down, sparking a new round of elections“. NPR. Sótt 24. júní 2022.


Fyrirrennari:
Naftali Bennett
Forsætisráðherra Ísraels
(1. júlí 202229. desember 2022)
Eftirmaður:
Benjamin Netanyahu


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.