Fara í innihald

Aksel V. Johannesen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aksel V. Johannesen
Aksel V. Johannesen árið 2015.
Lögmaður Færeyja
Núverandi
Tók við embætti
22. desember 2022
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
Friðrik 10.
ForveriBárður á Steig Nielsen
Í embætti
15. september 2015 – 16. september 2019
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
ForveriKaj Leo Johannesen
EftirmaðurBárður á Steig Nielsen
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. nóvember 1972 (1972-11-08) (51 árs)
Klaksvík, Færeyjum
StjórnmálaflokkurJafnaðarflokkurinn
MakiKatrin Apol
Börn3
HáskóliKaupmannahafnarháskóli

Aksel Vilhelmsson Johannesen (f. 8. nóvember 1972) er færeyskur lögfræðingur og stjórmálamaður, formaður færeyska Jafnaðarflokksins frá 2011.

Aksel er fæddur í Klakksvík, sonur lögþingsmannsins Vilhelms Johannesen. Hann lauk lögfræðiprófi árið 2004 og hefur stundað lögmannsstörf frá 2007. Hann varð fyrsti varalögþingsmaður Jafnaðarflokksins eftir kosningarnar 2008 og tók oft sæti á Lögþinginu. Þann 16. júlí 2009 varð hann heilbrigðisráðherra og í febrúar 2011 tók hann við starfi fjármálaráðherra þegar Jóannes Eidesgaard lét af embætti og hætti þátttöku í stjórnmálum. Þann 6. mars 2011 var hann kjörinn formaður Jafnaðarflokksins í stað Jóannesar Eidesgaard og skömmu síðar varð hann varalögmaður.

Aksel Johannesen lék lengi knattspyrnu með Klaksvíkar Ítróttarfelag og er nú stjórnarformaður liðsins.

Aksel var lögmaður Færeyja frá 2015 til 2019 og varð aftur lögmaður eftir lögþingskosningar árið 2022.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kristján Már Unnarsson (22. desember 2022). „Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja“. Vísir. Sótt 27. desember 2022.


Fyrirrennari:
Kaj Leo Johannesen
Lögmaður Færeyja
(15. september 201516. september 2019)
Eftirmaður:
Bárður á Steig Nielsen
Fyrirrennari:
Bárður á Steig Nielsen
Lögmaður Færeyja
(22. desember 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti