Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnLa Albiceleste (Þeir Hvítu og Ljósbláu)
ÍþróttasambandAsociación del Fútbol Argentino (Knattspyrnusamband Argentínu)
ÁlfusambandCONMEBOL
ÞjálfariFáni Argentínu Lionel Scaloni
FyrirliðiLionel Messi
LeikvangurEstadio Monumental Antonio Vespucio Liberti, Búenos Aíres
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
1 (6. apríl 2023)
1 (Mars 2007; okt.2007-júní 2008; júlí-okt. 2015; apríl 2016- apríl 2017; apríl 2023-)
24 (Ágúst 1996)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
3-2 gegn Úrúgvæ 16. maí 1902
Stærsti sigur
12–0 gegn Ekvador 22. janúar 1942
Mesta tap
6–1 gegn Spáni 27. mars 2018
Keppnir(fyrst árið 1930)
Besti árangurHeimsmeistarar 1978, 1986, 2022
Copa America
Keppnir42 (fyrst árið 1916)
Besti árangurMeistarar 1921, 1925, 1927, 1929, 1937, 1941, 1945, 1946, 1947, 1955, 1957, 1959, 1991, 1993, 2021
Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu 1964

Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu er landslið Argentínu í knattspyrnu. Því er stjórnað af Argentínska knattspyrnusambandinu sem var stofnað árið 1893 og varð formlega meðlimur í FIFA árið 1912. Argentína hefur tekið þátt í 17 lokakeppnum heimsmeistarakeppninnar frá 1930 til 2022. Það hefur orðið heimsmeistari þrisvar, HM 1978, HM 1986 og HM 2022.

Heimsmeistaratitlinum 1986 fagnað

Argentína tók þátt í fyrstu heimsmeistarakeppninni, í Úrúgvæ, árið 1930. Liðið komst í úrslit þar sem það tapaði. Síðan hélt það til Ítalíu í næsta heimsmeistarakeppni, þar sem það var slegið út af Svíþjóð. Argentínu mistókst svo að komast á nokkrar heimsmeistarakeppnir í röð áður en liðið mætti á ný á heimsmeistarakeppnina árið 1958. Argentína tók eftir það þátt í öllum heimsmeistarakeppnunum að undanskildri heimsmeistarakeppninni 1970, einu heimsmeistarakeppninni sem það komst ekki í. Á heimsmeistarakeppninni á heimavelli árið 1978 varð Argentína heimsmeistari og endurtók leikin árið 1986. Argentína hefur 6 sinnum komist í úrslitaleikinn.

Lionel Messi Fagnar marki á móti Nígeríu á HM 2018 í Rússlandi
Daniel Pasarella fyrirliði með bikarinn 1978.
Argentína, liðið í St. Pétursborg árið 2018

Argentína hefur tekið þátt í Copa America frá 1916 og unnið meistaratitilinn alls 15 sinnum, síðast 2021. Tveir af þekktari knattspyrnuköppum sögunnar koma frá Argentínu: Lionel Messi og Diego Maradona.

Leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir HM 2022

Markverðir[breyta | breyta frumkóða]

Varnarmenn[breyta | breyta frumkóða]

 • Juan Foyth (Villarreal)
 • Nicolás Tagliafico (Lyon)
 • Gonzalo Montiel (Sevilla)
 • Germán Pezzella (Real Betis)
 • Marcos Acuña (Sevilla)
 • Cristian Romero (Tottenham Hotspur)
 • Nicolás Otamendi (Benfica)
 • Lisandro Martínez (Manchester United)
 • Nahuel Molina (Atlético Madrid)

Miðjumenn[breyta | breyta frumkóða]

 • Leandro Paredes (Juventus)
 • Rodrigo De Paul (Atlético Madrid)
 • Exequiel Palacios (Bayer Leverkusen)
 • Thiago Almada (Atlanta United)
 • Alejandro Gómez (Sevilla)
 • Guido Rodríguez (Real Betis)
 • Alexis Mac Allister (Brighton & Hove Albion)
 • Enzo Fernández (Benfica)

Framherjar[breyta | breyta frumkóða]

Copa America[breyta | breyta frumkóða]

Ár Gestgjafar Árangur
Copa America 1916  Argentína Silfur
Copa America 1917  Uruguay Silfur
Copa America 1919  Brasilía Brons
Copa America 1920  Belgía Silfur
Copa America 1921  Argentína Gull
Copa America 1922  Argentína 4. sæti
Copa America 1923  Uruguay Silfur
Copa America 1924  Uruguay Silfur
Copa America 1925  Argentína Gull
Copa America 1926  Síle Silfur
Copa America 1927  Peru Gull
Copa America 1929  Argentína Gull
Copa America 1935  Peru Silfur
Copa America 1937  Argentína Gull
Copa America 1941  Síle Gull
Copa America 1942  Uruguay Silfur
Copa America 1945  Síle Gull
Copa America 1946  Argentína Gull
Copa America 1947  Ecuador Gull
Copa America 1955  Uruguay Gull
Copa America 1956  Uruguay Brons
Copa America 1957  Peru Gull
Copa America 1959  Argentína Gull
Copa America 1963  Bólivía Brons
Copa America 1967  Uruguay Silfur
Copa America 1975 Ýmis lönd Riðlakeppni
Copa America 1979 Ýmis lönd Riðlakeppni
Copa America 1983 Ýmis lönd Riðlakeppni
Copa America 1987  Síle 4. sæti
Copa America 1989  Brasilía Brons
Copa America 1991  Síle Gull
Copa America 1993  Ecuador Gull
Copa America 1995  Uruguay 8. liða úrslit
Copa America 1997  Bólivía 8. liða úrslit
Copa America 1999  Paragvæ 8. liða úrslit
Copa America 2004  Peru Silfur
Cop America 2007  Venesúela Silfur
Copa America 2011  Argentína 8. liða úrslit
Copa America 2015  Síle Silfur
Copa America 2016  Bandaríkin Silfur
Copa America 2019  Brasilía Brons
Copa America 2021  Brasilía Gull

HM í knattspyrnu[breyta | breyta frumkóða]

Ár Gestgjafar Árangur
HM 1930  Uruguay Silfur
HM 1934  Ítalía 1. umferð
HM 1938  Frakkland Tóku ekki þátt
HM 1950  Brasilía Tóku ekki þátt
HM 1954  Sviss Tóku ekki þátt
HM 1958  Svíþjóð Riðlakeppni
HM 1962  Síle Riðlakeppni
HM 1966  England 8. liða úrslit
HM 1970  Mexíkó Tóku ekki þátt
HM 1974  Þýskaland 2. umferð
HM 1978  Argentína Gull
HM 1982  Spánn 2. umferð
HM 1986  Mexíkó Gull
HM 1990  Ítalía Silfur
HM 1994  Bandaríkin 16. liða úrslit
HM 1998  Frakkland 8. liða úrslit
HM 2002  Suður-Kórea &  Japan Riðlakeppni
HM 2006  Þýskaland 8. liða úrslit
HM 2010  Suður-Afríka 8 liða úrslit
HM 2014  Brasilía Silfur
HM 2018  Rússland 16 liða úrslit
HM 2022  Katar Gull