Tsai Ing-wen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tsai Ing-wen
蔡英文
蔡英文官方元首肖像照.png
Tsai Ing-wen árið 2016.
Forseti Lýðveldisins Kína
Núverandi
Tók við embætti
20. maí 2016
Persónulegar upplýsingar
Fædd31. ágúst 1956 (1956-08-31) (63 ára)
Taípei, Taívan
StjórnmálaflokkurLýðræðislegi framsóknarflokkurinn
HáskóliTaívanski þjóðháskólinn, Cornell-háskóli, Hagfræðiskóli Lundúna
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Tsai Ing-wen (蔡英文[1] á kínversku) (f. 31. ágúst 1956) er taívanskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Lýðveldisins Kína (中華民國總統) eða Taívan. Tsai er annar forsetinn úr Lýðræðislega framsóknarflokknum (DPP) og fyrsta konan sem gegnir embættinu. Hún er einnig fyrsti forsetinn sem er bæði komin af fólki af Hakka-þjóðerni og af taívönskum frumbyggjum,[2] fyrsti ógifti forsetinn og fyrsti forsetinn sem hefur náð lýðræðislegu kjöri án þess að hafa fyrst verið borgarstjóri Taípei. Hún er núverandi formaður Lýðræðislega framsóknarflokksins og var forsetaframbjóðandi hans árin 2012 og 2016. Tsai var áður formaður flokksins frá 2008 til 2012.

Tsai er menntuð í lögfræði og alþjóðaviðskiptum og var lögfræðiprófessor í Soochow-lögfræðiháskólanum og Chenchi-háskólanum eftir að hún útskrifaðist með bakkalárhráðu úr Taívansháskóla, mastersgráðu úr Cornell-lögfræðiskóla og doktorsgráðu úr Hagfræði- og stjórnmálavísindaskóla Lundúna. Árið 1993 var Tsai útnefnd til ýmissa ríkisstjórnarembætta og varð þar á meðal samningasmiður fyrir Taívan við Alþjóðaviðskiptastofnunina og einn höfunda héraðssambandsstefnu Lee Teng-hui forseta.

Þegar Chen Shui-bian gerðist forseti fyrir Lýðræðislega framsóknarflokkinn árið 2000 varð Tsai ráðherra meginlandsmálefna utan flokks. Hún gekk í Lýðræðislega framsóknarflokkinn árið 2004 og var í stuttan tíma meðlimur í löggjafarþingi Taívan. Eftir það varð hún varaforsætisráðherra þar til meðlimir ríkisstjórnarinnar sögðu af sér árið 2007. Hún var kjörinn formaður DPP árið 2008 eftir að flokkurinn bað ósigur í forsetakosningunum það ár. Hún sagði síðan af sér sem formaður eftir að hún tapaði kjöri til forseta árið 2012.

Tsai bauð sig fram sem borgarstjóri Nýju-Taípei árið 2010 en tapaði fyrir öðrum fyrrverandi varaforsætisráðherra, Eric Chu. Í apríl 2011 varð Tsai fyrsti kvenkyns forsetaframbjóðandi úr stórum stjórnmálaflokk í sögu Taívan eftir að hafa unnið nauman sigur í undankjöri flokksins. Hún var sigruð af frambjóðanda Kuomintang, Ma Ying-jeou, en vann stórsigur er hún bauð sig fram á ný fjórum árum síðar, árið 2016.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. The China Post (27. desember 2015). „DPP vice-presidential candidate lists his proposals to help young people“. www.chinapost.com.tw (enska). Sótt 28. desember 2017.
  2. Ministry of Foreign Affairs brochures MOFA-EN-FO-105-011-I-1 (also appearing in Taiwan Review, May/June 2016) and -004-I-1.