Fara í innihald

Stríð Rússlands og Úkraínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hernaðarástand í febrúar 2022

Rússnesk-úkraínska stríðið er viðvarandi og langvinn átök sem hófust í febrúar 2014, þar sem einkum Rússar og herir hliðhollir Rússum tóku þátt annars vegar og Úkraínu hins vegar. Stríðið hefur snúist um stöðu Krímskaga og hluta Donbas, sem eru að mestu alþjóðlega viðurkennd sem hluti af Úkraínu.

Aðdragandi stríðsins[breyta | breyta frumkóða]

Petró Pórósjenkó talar fyrir Evrómajdan árið 2013

Þann 21. nóvember 2013 hófst áframhaldandi kreppa í Úkraínu þegar þáverandi forseti landsins Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningsvinnu á samningi við Evrópusambandið um efnahagslegt samstarf. Hópur andstæðinga við þessari ákvörðun, þekktur sem Evrómajdan, byrjaði að mótmæla í verulegum mæli. Eftir nokkurra mánuða mótmæli var Janúkóvitsj komið frá völdum af mótmælendunum þann 22. febrúar 2014, þegar hann flúði Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Flótta fyrrverandi forsetans fylgdi ókyrrðartími í austur- og suðurhéröðum Úkraínu, þar sem merihlutinn er rússneskumælandi. Þar voru líka helstu stuðningsmenn Janúkóvitsj. Svo var stjórnmálakreppa á Krímskaga sem Rússland gerði tilkall til þann 18. mars. Því næst hefur ókyrrð sem var í Donetsk og Lúhansk breyst í stríð á milli ríkisstjórnar Úkraínu eftir byltinguna og uppreisnarmanna sem styðja Rússland.

2021–2023[breyta | breyta frumkóða]

Í mars og apríl 2021 byrjuðu Rússar að safna þúsundum hermanna og búnaðar nálægt landamærum sínum að Úkraínu, sem er mesta herliðsöflun síðan innlimun landsins á Krímskaga árið 2014.[1][2] Þetta olli alþjóðlegri kreppu og vakti áhyggjur af hugsanlegri innrás. Gervihnattamyndir sýndu hreyfingar hermanna, eldflauga og þungavopna. Hermennirnir voru fjarlægðir að hluta í júní.[3][4] Kreppan var endurnýjuð í október og nóvember 2021, þegar yfir 100.000 rússneskum hermönnum var aftur safnað nálægt landamærunum í desember.[5] Þegar um 200.000 hermenn höfðu safnast að landamærum Úkraínu í febrúar létu Rússar til skarar skríða og réðust inn í landið.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Holland, Steve; Shalal, Andrea; Landay, Jonathan (8. apríl 2021). Paul, Franklin; Dunham, Will (ritstjóri). „Russian force on Ukraine border larger than any time since 2014, U.S. says“. Reuters (enska). File photo by Kevin Lamarque. Washington D.C.: Thomson Corporation. Sótt 8. febrúar 2022. „Russia has more troops on Ukraine's eastern border than at any time since 2014, when it annexed Crimea and backed separatist territory seizures, and the United States is concerned by growing "Russian aggressions," the White House said on Thursday.“
  2. Kramer, Andrew E. (9. apríl 2021). „Russian Troop Movements and Talk of Intervention Cause Jitters in Ukraine“. The New York Times (bandarísk enska). Article updated 30 April 2021. Moscow: The New York Times Company. ISSN 0362-4331. Sótt 8. febrúar 2022. „Russia has amassed more troops on the Ukrainian border than at any time since 2014.“
  3. „Satellite images show Russian military buildup along Ukraine border | Reuters.com“. Reuters (enska). 20. apríl 2021. Sótt 19. febrúar 2022.
  4. „Satellite Images Show Military Buildup In Russia, Ukraine“. RadioFreeEurope/RadioLiberty (enska). 21. apríl 2021. Sótt 19. febrúar 2022.
  5. Bielieskov, Mykola (21. september 2021). „The Russian and Ukrainian Spring 2021 War Scare“. csis.org (enska). Photo by Dimitar Dilkoff. Center for Strategic and International Studies. Afrit af uppruna á 25. nóvember 2021. Sótt 22. janúar 2022. „Ukrainian estimates provided to the OSCE in June 2021 show that only 12,000 Russian forces were removed from the border, and the rest remain in place. As a result, the number of troops remaining is more or less the number of troops that was at the border before the exercise.“
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.