Hunga Tonga
Útlit
(Endurbeint frá Hunga Tonga–Hunga Haʻapai)
Hunga Tonga–Hunga Haʻapai er neðansjávareldfjall og fyrrum eyja (2009 til 2022) um 65 km norður af Tongatapu, megineyju kyrrahafsríkisins Tonga. Þar rekast Kyrrahafsplatan við Indó-áströlsku-plötuna í jarðskorpunni.
Árið 2009 sameinuðust eyjarnar Hunga Tonga og Hunga Haʻapai í eldgosi. Í janúar 2022 varð gríðarstórt sprengigos sem myndaði flóðbylgju og heyrðist sprengingin alla leið til Alaska. Nokkur dauðsföll urðu á Tonga og í Perú af völdum flóðbylgjunnar. Gosstrókurinn náði upp í tæpa 60 km hæð og var sá stærsti sem sögur fara af.
Aðeins klettar urðu eftir af eyjunum eftir gosið.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hæsti gosstrókur sem sögur fara af Rúv, sótt 9/11 2022