Elon Musk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Elon Musk.

Elon Reeve Musk fæddist 28. júní 1971 í Suður-Afríku, er suður-afrískur og bandarískur eðlisfræðingur, athafnamaður og forstjóri rafbílafyrirtækisins Tesla Inc og flug- og geimferðafyrirtækisins SpaceX. Hann hefur einnig komið á fót The Boring Company, Hyperloop og SolarCity og kom að stofnun PayPal á sínum tíma.[1]

Musk var talinn 21. af áhrifamesta fólki heims á lista Forbes frá 2016. Hann var 23. ríkasta manneskja heims árið 2020. Í janúar árið 2021 var hann metinn ríkasti maður í heimi[2] en hann féll niður um sæti næsta mánuð eftir lækkun á hlutabréfaverði Tesla.[3] Hann var aftur metinn ríkasti maður heims undir lok ársins.

Tímaritið Time valdi Musk sem mann ársins árið 2021.[4] Árið 2022 keypti Musk samfélagsmiðilinn Twitter fyrir 44 milljarða Bandaríkjadala eða tæplega 5.700 milljarða íslenskra króna.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Freyr Bjarnason (9. janúar 2021). „Úr einelti í efnaðasta mann heims“. mbl.is. Sótt 13. desember 2021.
  2. Sylvía Hall (7. janúar 2021). „Musk tekur fram úr Bezos“. Vísir. Sótt 8. janúar 2021.
  3. „Ekki ríkastur lengur eftir lækkun Tesla“. Viðskiptablaðið. 23. febrúar 2021. Sótt 24. febrúar 2021.
  4. Þorvarður Pálsson (13. desember 2021). „Elon Musk valinn maður ársins“. Fréttablaðið. Sótt 13. desember 2021.
  5. Georg Gylfason (25. apríl 2022). „Kaup Elon Musk á Twitter stað­fest“. Fréttablaðið. Sótt 10. apríl 2022.