Elon Musk
Elon Musk | |
---|---|
![]() Elon Musk árið 2018. | |
Fæddur | 28. júní 1971 |
Þjóðerni | Suður-afrískur, kanadískur og bandarískur |
Menntun | Pennsylvaníuháskóli (BA, BS) |
Störf | Athafnamaður |
Maki | Justine Wilson (g. 2000; sk. 2008) Talulah Riley (g. 2010; sk. 2012; g. 2013; sk. 2016) Grimes (í sambúð 2018–2021) |
Börn | 10 |
Undirskrift | |
![]() |
Elon Reeve Musk fæddist 28. júní 1971 í Suður-Afríku, er suður-afrískur og bandarískur eðlisfræðingur, athafnamaður og fjárfestir. Hann er stofnandi, forstjóri og yfirverkfræðingur flug- og geimferðafyrirtækisins SpaceX; , forstjóri rafbílafyrirtækisins Tesla, Inc.; eigandi og forstjóri Twitter, Inc.; stofnandi The Boring Company; með-stofnandi Neuralink og OpenAI.
Musk var talinn 21. af áhrifamesta fólki heims á lista Forbes frá 2016. Hann var 23. ríkasta manneskja heims árið 2020. Í janúar árið 2021 var hann metinn ríkasti maður í heimi[1] en hann féll niður um sæti næsta mánuð eftir lækkun á hlutabréfaverði Tesla.[2] Hann var aftur metinn ríkasti maður heims undir lok ársins.
Tímaritið Time valdi Musk sem mann ársins árið 2021.[3] Árið 2022 keypti Musk samfélagsmiðilinn Twitter fyrir 44 milljarða Bandaríkjadala eða tæplega 5.700 milljarða íslenskra króna.[4]
Árið 2022 sló Musk það heimsmet að tapa meiri fjármunum á einu ári en nokkur annar. Hann tapaði 165 milljörðum bandaríkjadala frá nóvember 2021 til desember 2022 vegna hruns í andvirði Teslu.[5]
Athygli vakti árið 2023 þegar Haraldur Þorleifsson, athafnamaður, sendi Musk skilaboð um stöðu sína hjá fyrirtækinu en hann virtist ekki lengur vera starfsmaður Twitter og lokað var fyrir aðgang hans. Í mars sendi hann Musk spurningu á Twitter um uppsögn sína og fékk síðar staðfestingu á því frá mannauðsstjórn fyrirtækisins. Musk var á því að Haraldur þjónaði ekki nokkrum mikilvægum störfum á Twitter sem kallað gæti og væri að bera fyrir sig fötlun. Musk baðst síðar afsökunar og sagðist hafa fengið rangar upplýsingar og bauð honum að halda áfram hjá fyrirtækinu.[6]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Sylvía Hall (7. janúar 2021). „Musk tekur fram úr Bezos“. Vísir. Sótt 8. janúar 2021.
- ↑ „Ekki ríkastur lengur eftir lækkun Tesla“. Viðskiptablaðið. 23. febrúar 2021. Sótt 24. febrúar 2021.
- ↑ Þorvarður Pálsson (13. desember 2021). „Elon Musk valinn maður ársins“. Fréttablaðið. Sótt 13. desember 2021.
- ↑ Georg Gylfason (25. apríl 2022). „Kaup Elon Musk á Twitter staðfest“. Fréttablaðið. Sótt 10. apríl 2022.
{{cite web}}
: soft hyphen character í|title=
á staf nr. 30 (hjálp) - ↑ „Enginn tapað meiri auðæfum“. mbl.is. 12. janúar 2023. Sótt 13. janúar 2023.
- ↑ Musk segir Harald áfram á launum hjá Twitter og biðst afsökunar Rúv, sótt 8/3 2023