Madagaskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Repoblikan'i Madagasikara
République de Madagascar
Fáni Madagaskar Skjaldamerki Madagaskar
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Tanindrazana, Fahafahana, Fandrosoana (malagasíska)
Patrie, liberté, progrès (franska)
Föðurland, frelsi, framfarir“
Þjóðsöngur:
'Ry Tanindrazanay malala ô!
Ó, vort elskaða föðurland
Staðsetning Madagaskar
Höfuðborg Antananarívó
Opinbert tungumál franska og malagasíska
Stjórnarfar Lýðveldi
Hery Rajaonarimampianina
Jean Ravelonarivo
Sjálfstæði frá Frakklandi
 - Lýðveldi 26. júní 1960 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
45. sæti
587.295 km²
0,009
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
53. sæti
23.571.713
37/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
20,400 millj. dala (121. sæti)
933 dalir (179. sæti)
VÞL 0.483 (151. sæti)
Gjaldmiðill malagasískur franki (MGA)
Tímabelti EAT (UTC+3) (enginn sumartími)
Þjóðarlén .mg
Landsnúmer 261

Madagaskar er eyríki í Indlandshafi undan austurströnd Afríku. Madagaskar er fjórða stærsta eyja heims og þar lifa fimm prósent allra plöntu- og dýrategunda heimsins. 80% þeirra eru eingöngu til á Madagaskar. Meðal þess sem helst einkennir eyjuna eru lemúrar og baobabtré.

Ástrónesar sigldu á flotbytnum frá Borneó til Madagaskar milli 350 f.Kr. og 550 e.Kr. og settust þar að. Um árið 1000 komu bantúmenn þangað yfir Mósambíksund og síðan fleiri hópar. Snemma á 19. öld náði konungsríki Merína á miðhálendi Madagaskar að leggja alla eyjuna undir sig. Frakkar lögðu þetta ríki undir sig 1897. Landið fékk sjálfstæði frá Frakklandi árið 1960.

Íbúar Madagaskar eru yfir 20 milljónir og 90% þeirra lifa á minna en tveimur dollurum á dag. Flestir aðhyllast hefðbundin trúarbrögð, kristni eða blöndu af þessu tvennu. Helstu undirstöður efnahagslífsins eru landbúnaður og ferðaþjónusta en landið á mikið af málmgrýti og olíulindir sem hafin er vinnsla á. Madagaskar er mikilvægur útflytjandi vanillu og neguls.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.