Bræður Ítalíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bræður Ítalíu
Fratelli d'Italia
Forseti Giorgia Meloni
Stofnár 17. desember 2012; fyrir 11 árum (2012-12-17)
Höfuðstöðvar Via della Scrofa 39, Róm
Félagatal 130.000 (2021)[1]
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Ítölsk þjóðernishyggja, íhaldsstefna, öfgahægristefna
Einkennislitur Blár  
Sæti á fulltrúadeild
Sæti á öldungadeild
Sæti á Evrópuþinginu
Vefsíða fratelli-italia.it

Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu (ítalska: Fratelli d'Italia; FdI) er íhaldssamur og þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur á Ítalíu. Leiðtogi hans er þingkonan Giorgia Meloni, fyrrum ungmennamálaráðherra í fjórðu ríkisstjórn Silvio Berlusconi.

Bræður Ítalíu urðu til með hægriklofningi úr Húsi frelsisins, kosningabandalagi Berlusconi, í desember 2012.[2] Flestir leiðtogar flokksins, þar á meðal Meloni, og einkennismerki hreyfingarinnar (þrílitur eldur),[3] komu úr Ítalska þjóðarbandalaginu, sem hafði runnið inn í Hús frelsisins árið 2009.[4] Þjóðarbandalagið var arftaki Ítölsku samfélagshreyfingarinnar (MSI, 1945–1995), nýfasísks stjórnmálaflokks sem hafði verið stofnaður af fyrrum meðlimum Fasistaflokks Mussolini.[5][6][7]

Hugmyndafræði Bræðra Ítalíu gengur út á róttæka íhaldsstefnu, þjóðernishyggju og andstöðu gegn innflytjendum. Á vettvangi Evrópustjórnmála er flokkurinn aðili að Evrópskum íhaldsmönnum og umbótasinnum, sem Meloni hefur leitt frá september 2020.[8] Að sögn Meloni eru Bræður Ítalíu hlynntir „sambandi evrópskra þjóða“ fremur en evrópsku ríkjasambandi.[9][10]

Bræður Ítalíu unnu um 26 prósent atkvæða í þingkosningum Ítalíu í september 2022 og urðu stærsti flokkurinn á þinginu.[11] Meloni tók því við sem forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna, í stjórnarsamstarfi Bræðra Ítalíu við Norðurbandalagið og Áfram Ítalíu.[12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Sondaggi a picco? Adesso per la Lega anche i tesserati sono al palo. Invece Fratelli d'Italia cresce e rischia di mangiarsi Salvini a breve“. La Notizia (ítalska). 6. apríl 2021. Sótt 15. ágúst 2022.
 2. Roberts, Hannah (3. ágúst 2022). „Italy confronts its fascist past as the right prepares for power“. Politico Europe. Sótt 11. ágúst 2022.
 3. Roberts, Hannah (10. ágúst 2022). „I'm not a fascist — I like the Tories, says Italy's far-right leader“. Politico Europe. Sótt 11. ágúst 2022.
 4. „Fratelli d'Italia riaccende la 'fiamma'. Nel nuovo logo i simboli di Msi e An“ (ítalska). TGcom24. 16. febrúar 2014. Sótt 11. ágúst 2022.
 5. „Fratelli d'Italia: dova va la destra italiana“ (ítalska). I Mille. 24. mars 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2014. Sótt 10. ágúst 2014.
 6. Carlo, Andrea (20. júní 2022). „Could Giorgia Meloni become Italy's next prime minister?“. Euronews. Sótt 21. júlí 2022.
 7. Ciucci, Chiara (13. ágúst 2022). „Dall'Msi a Fratelli d'Italia, passando per An e la svolta di Fiuggi: storia della fiamma tricolore nata con Almirante e arrivata fino a Meloni“. Il Fatto Quotidiano (ítalska). Sótt 14. ágúst 2022.
 8. „Il segnale di Meloni alla stampa estera: 'Nessuna svolta autoritaria, la destra italiana ha consegnato il fascismo alla storia da decenni'. Il Fatto Quotidiano (ítalska). 10. ágúst 2022. Sótt 14. ágúst 2022.
 9. „UE, Meloni: Conservatori europei ribadiscono impegno per costruire Europa delle nazioni fondata su un modello confederale“. Giorgia Meloni (ítalska). 6. júlí 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 janúar 2023. Sótt 19. júlí 2022.
 10. „Ue, Meloni: 'Vorrei un'Europa confederale' (ítalska). ANSA. 6. júlí 2022. Sótt 15. ágúst 2022.
 11. Fanndís Birna Logadóttir (26. september 2022). „„Ítalía valdi okkur". Vísir. Sótt 27. september 2022.
 12. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir (22. október 2022). „Meloni sver embættiseið“. RÚV. Sótt 23. október 2022.