Leo Varadkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Leo Varadkar.

Leo Varadkar (fæddur 18. janúar 1979 í Dublin) er írskur stjórnmálamaður, leiðtogi flokksins Fine Gael og forsætisráðherra Írlands. Hann hefur verið þingmaður frá 2007 og gegnt forystuembætti í ráðuneyti samgangna, ferðamennsku og íþrótta (2011-2014), í heilbrigðisráðuneyti (2014-2016) og í félagsmálaráðuneyti (2016-2017).

Varadkar er sonur Ashoks indversks læknis og Miriam, írsks hjúkrunarfræðings. Faðir hans fæddist í Mumbai og flutti til Írlands á 7. áratugnum. Fjölskyldan bjó um skeið í Leicester á Englandi og á Indlandi. Leo Varadkar lærði læknisfræði í Trinity College í Dublin en fór síðar út í stjórnmálastarf og var kosinn í neðri deild írska þingsins, Dáil Éireann, árið 2007. Hann kom fyrst opinberlega út sem samkynhneigður árið 2015 og var fyrsti ráðherrann á Írlandi til þess. Varadkar varð einnig fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra landsins og tók við embætti sumarið 2017. Maki hans er einnig læknir.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Leo Varadkar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. júní 2017.