Leo Varadkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Leo Varadkar
Leo Varadkar 2016.jpg
Leo Varadkar árið 2016.
Forsætisráðherra Írlands
Núverandi
Tók við embætti
14. júní 2017
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. janúar 1979 (1979-01-18) (41 árs)
Dyflinni, Írlandi
ÞjóðerniÍrskur
StjórnmálaflokkurFine Gael
MakiMatthew Barrett
TrúarbrögðKaþólskur
Börn4
HáskóliTrinity-háskólinn í Dyflinni
Vefsíðahttp://leovaradkar.ie

Leo Varadkar (fæddur 18. janúar 1979 í Dublin) er írskur stjórnmálamaður, leiðtogi flokksins Fine Gael og forsætisráðherra Írlands. Hann hefur verið þingmaður frá 2007 og gegnt forystuembætti í ráðuneyti samgangna, ferðamennsku og íþrótta (2011-2014), í heilbrigðisráðuneyti (2014-2016) og í félagsmálaráðuneyti (2016-2017).

Varadkar er sonur Ashoks indversks læknis og Miriam, írsks hjúkrunarfræðings. Faðir hans fæddist í Mumbai og flutti til Írlands á 7. áratugnum. Fjölskyldan bjó um skeið í Leicester á Englandi og á Indlandi. Leo Varadkar lærði læknisfræði í Trinity College í Dublin en fór síðar út í stjórnmálastarf og var kosinn í neðri deild írska þingsins, Dáil Éireann, árið 2007. Hann kom fyrst opinberlega út sem samkynhneigður árið 2015 og var fyrsti ráðherrann á Írlandi til þess. Varadkar varð einnig fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra landsins og tók við embætti sumarið 2017. Maki hans er einnig læknir.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Leo Varadkar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. júní 2017.

Fyrirrennari:
Enda Kenny
Forsætisráðherra Írlands
(14. júní 2017 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti