Forseti Filippseyja
Útlit
Forseti Filippseyja
Pangulo ng Filipinas | |
---|---|
![]() Innsigli forseta | |
![]() Embættisfáni forseta | |
Ríkisstjórn Filippseyja Skrifstofa forseta | |
Gerð | Þjóðhöfðingi Ríkisstjórnarleiðtogi Yfirmaður herafla |
Meðlimur | Ríkisstjórnar Filippseyja Þjóðaröryggisráðs Filippseyja |
Opinbert aðsetur | Malacañang-höll |
Sæti | San Miguel, Maníla, Filippseyjum |
Skipaður af | Kjósendum í beinum kosningum |
Kjörtímabil | Sex ár, aðeins eitt kjörtímabil |
Lagaheimild | Stjórnarskrá Filippseyja (1987) |
Forveri | Landstjóri Filippseyja Forsætisráðherra Filippseyja[a] |
Stofnun | 23. janúar 1899 (lýðveldi; opinberlega)[1][b] 15. nóvember 1935 (samveldi; opinberlega)[2][c] |
Fyrsti embættishafi | Emilio Aguinaldo |
Laun | ₱411.382 á mánuði[d][3][4][5][6] |
Vefsíða | op-proper pbbm |
Forseti Filippseyja er bæði þjóðhöfðingi landsins og stjórnarleiðtogi. Núverandi forseti er Bongbong Marcos.
Listi yfir forseta Filippseyja
[breyta | breyta frumkóða]Listi yfir forseta Filippseyja frá upphafi. Tímabilið 1901-1935 er forsetalaust, enda stjórnuðu Bandaríkjamenn landinu.
Röð | Forseti | Tíð | Ath. |
---|---|---|---|
1 | Emilio Aguinaldo | 1898 – 1901 | Lét af embætti valdatöku við valdatöku BNA |
2 | Manuel Quezon | 1935 – 1944 | Fór í útlegð til BNA við innrás Japana |
3 | José Laurel | 1943 – 1945 | Leppur Japana |
4 | Sergio Osmeña | 1945 – 1946 | Tapaði í kosningum 1946 |
5 | Manuel Roxas | 1946 – 1948 | Lést í embætti |
6 | Elpidio Quirino | 1948 – 1953 | Tapaði í kosningum 1953 |
7 | Ramon Magsaysay | 1953 – 1957 | Lést í flugslysi 1957 |
8 | Carlos Garcia | 1957 – 1961 | Tapaði í kosningum 1961 |
9 | Diosdado Macapagal | 1961 – 1965 | Tapaði í kosningum |
10 | Ferdinand Marcos | 1965 – 1986 | Einræðisherra, settur af 1986 |
11 | Corazon Aquino | 1986 – 1992 | Fyrsti kvenforsetinn |
12 | Fidel Ramos | 1992 – 1998 | |
13 | Joseph Estrada | 1998 – 2001 | Var settur af |
14 | Gloria Macapagal-Arroyo | 2001 – 2010 | Dóttir Diosdado Macapagal |
15 | Benigno Aquino III | 2010 – 2016 | Sonur Corazon Aquino |
16 | Rodrigo Duterte | 2016 – 2022 | |
17 | Bongbong Marcos | 2022- | Sonur Ferdinands Marcos |
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sem ríkisstjórnarleiðtogi.
- ↑ Embættið var stofnað af sjálfstæðu byltingarríki, „Malolos-lýðveldinu“, en var ekki viðurkennt á alþjóðavelli. Ríkisstjórn Filippseyja viðurkennir nú Malolos-lýðveldið sem löglegan forvera sinn, en einnig Fyrsta filippseyska lýðveldið.
- ↑ Samkvæmt alþjóðalögum var Fyrsta filippseyska lýðveldið aldrei til, heldur afsalaði Spánn Spænsku Austur-Indíum til Bandaríkjanna með Parísarsáttmálanum eftir stríð Spánar og Bandaríkjanna. Alþjóðasamfélagið viðurkennir því aðeins fyrsta forsetaembættið í Samveldi Filippseyja undir forsjá Bandaríkjanna.
- ↑ Fjárhags- og stjórnunarsvið hefur gefið til kynna á vefsíðu sinni að forsetinn sé í 33. launaflokki. 33. launaflokkur nemur 395.858 pisoum samkvæmt vefsíðu kjörstjórnar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Emilio Aguinaldo“. Official Gazette of the Philippine Government. 22. mars 2011.
- ↑ Guevara, Sulpico, ritstjóri (2005). The laws of the first Philippine Republic (the laws of Malolos) 1898–1899. Ann Arbor, Michigan: University of Michigan Library (gefið út 1972). Sótt 10 janúar 2011.
- ↑ „1987 Constitution of the Republic of the Philippines“. Chan Robles Virtual Law Library. Sótt 7 janúar 2008.
- ↑ „Salary Grade Table“. COMELEC. Government of the Philippines. 1 janúar 2020.
- ↑ Salary Grades of Positions of Constitutional and Other Officials and Their Equivalents.
- ↑ „NATIONAL-BUDGET-CIRCULAR-NO-588.pdf“ (PDF). Department of Budget Management. Government of the Philippines. 3 janúar 2022.