Apabólufaraldurinn 2022–2023
Áframhaldandi útbreiðsla apabólu var staðfest í maí 2022.[1] Upphafshópur tilfella fannst í Bretlandi, þar sem fyrsta tilfellið greindist í London 6. maí 2022 hjá sjúklingi með nýlega ferðasögu frá Nígeríu (þar sem sjúkdómurinn er algengur).[2][3][4] Þann 16. maí staðfesti breska heilbrigðisöryggisstofnunin (UKHSA) fjögur ný tilfelli án tengsla við ferðalag til landsins. Öll fjögur tilfellin virtust hafa smitast í London.[5] Frá og með 18. maí voru tilkynnt um tilfelli frá auknum fjölda landa og svæða, aðallega í Evrópu og Ameríku en einnig í Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Faraldurinn er fyrsta sinn sem apabóla hefur breiðst út utan Mið- og Vestur-Afríku.
Þann 23. júlí lýsti framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu.[6] Frá og með 3. janúar 2023 höfðu alls 83.943 staðfest tilfelli greinst í rúmlega 111 löndum.[7][8]
Apabóla á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Þann 8. júní 2022 greindust fyrstu tilfelli af apabólu á Íslandi.[9] Samtals hafa 16 smit verið greind á Íslandi.[10] Bólusetningar gegn veirunni hófust í lok júlí 2022.[11]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Multi-country monkeypox outbreak in non-endemic countries“. World Health Organization. 21 May 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 May 2022. Sótt 25 May 2022.
- ↑ „So, Have You Heard About Monkeypox?“. The Atlantic. 19 May 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 June 2022. Sótt 2 June 2022.
- ↑ „Monkeypox cases confirmed in England – latest updates“. GOV.UK (enska). Sótt 25. september 2022.
- ↑ „Monkeypox – United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland“. World Health Organization. 16 May 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 May 2022. Sótt 17 May 2022.
- ↑ „Monkeypox cases confirmed in England – latest updates“. GOV.UK (enska). Sótt 25. september 2022.
- ↑ „WHO Director-General declares the ongoing monkeypox outbreak a Public Health Emergency of International Concern“. World Health Organization (WHO) (enska). 23. júlí 2022. Sótt 4. ágúst 2022.
- ↑ „Monkeypox Data Explorer“. OurWorldInData. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 June 2022. Sótt 27 May 2022.
- ↑ Kozlov, Max (25 July 2022). „Monkeypox declared a global emergency: will it help contain the outbreak?“. Nature (enska). doi:10.1038/d41586-022-02054-7. PMID 35879614.
- ↑ „Fyrstu tilfelli apabólu að líkindum verið greind á Íslandi | Ísland.is“. island.is . Sótt 27. mars 2023.
- ↑ CDC (3. janúar 2023). „Mpox in the U.S.“. Centers for Disease Control and Prevention (bandarísk enska). Sótt 13. janúar 2023.
- ↑ „Bólusetning vegna apabólu á Íslandi | Ísland.is“. island.is . Sótt 27. mars 2023.